Kraftaverk


Kraftaverk

 

 

 

Eg kom að Hofsósi um daginn til að skoða "Vesturfarasafnið".

Var með myndavél eins hinir túristarnir.

 

Þegar keyrt var niður að safninu þá byrjaði ég strax að taka ljósmyndir í allar áttir.

"Hver ætli búi í þessu húsi" sagði ég upphátt en þó eins og við sjálfan mig um leið og ég tók mynd af húsinu.

Sá sem sat fyrir framan mig í rútubílnum heyrði hvað ég sagði, og svaraði að bragði "þarna á heima Sigmundur nokkur Gunnlaugsson; alþekktur heiðursmaður og þingmaður með meiru".

Ég varð gagntekinn af fögnuði; nú á ég ljósmynd af húsinu sem hann Sigmundur okkar á heima í.

 

Þegar ég kom heim eftir vel lukkaða ferð í Skagafjörðinn þá ætlaði ég nú aldeilis að setja heimili Sigmundar ínn í tölvuna, en svo einkennilega brá við að myndin góða kom ekki fram. Hvernig mátti þetta vera? Gerði ég einhverja bölvaða vitleysu þegar ég var að "lóda" myndunum inn í tölvuna? Hvað var eiginlega á seyði?

 

Sem ég sat þarna og grubblaði yfir þessu einkennilega máli, þá laust yfir mig svarinu sem mér fannst koma til mín frá æðri máttarvöldum. Ég fyltist einhverjum einkennilegum léttleika og varð um leið alsæll eins og ég hefði höndlað ótrúleg sannindi!

 

Málið var að Drottin allsherjar hafði hrifið til sín ljósmyndina og numið hana með sér til himnasala.

Hann mun hafa látið stækkað myndina og ramma hana inn og síðan neglt hana á veggin fyrir ofan hásæti sitt.

 

Fyrir mér var þetta kraftaverk, sem ég get aldrei gleymt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband