Indefence

Indefence - hópurinn




Indefence-hópurinn er mjög duglegur að koma sér á framfæri við fjölmiðla. Það verður ekki af honum skafið.

Þeir hafa komið af stað skoðanakönnun um Ícesave málið; forsvarsmenn hópsins kalla þetta reyndar "kosningar".

 

Þessi skoðanakönnun er algerlega á þeirra forsendum og á þeirra ábyrgð og framkvæmd af þeim sjálfum. Það er ekki nokkur leið að vita hvort hún sýnir þá skoðun sem henni er ætlað að sýna; en það er látið í veðri vaka að nálægt 60% þjóðarinnar sé andvíg nýjum lögum um Ícesave samningin.

Þetta er í raun bara staðhæfing sem engin er í stöðu til að sannreyna.

 

Reyndar sega forsvarsmenn hópsins að ef menn endilaga vilja þá geti þeir kannað hvort þeir séu meðal þeirra sem taldir eru andvigir staðfestingu á Ícesave lögunum. Þeir hafi jafnvel að egin frumhvæði kannað hvort nöfn ráðherra ríkisstjórnarinnar séu á listanum.

Þetta er að sjálfsögðu alveg út í hött að fólk almennt fari að gá að því hvort þeir séu á lista hjá einhverjum hagsmunahópi eða ekki.

Hver sem er getur búið til nafnalista um hvað sem þeim sýnist án þess að fólk þuri að kanna sérstalega hvort nöfn þeirra séu á slíkum listum.

 

Það væri gaman að vita hvejir standa á bak við þennan "Indefence-hóp" og hvernig hann er fjármagnaður.

Það skyldu þó ekki vera einhver stjórnmálaöfl?

 

Ef til vill Framsókn eða hvað?

 

 

 

 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband