25.4.2010 | 15:26
Stjórnmálaflokkar
Stjórnmálaflokkar
Hvað eru stjórnmálaflokkar?
Í Íslenskum lögum er talað um sjórnmálasamtök. Þá einkum um listakosningar og kjör þingmanna og þess háttar.
Að öðru leyti virðist hvergi vera nein afskipti um stjórnmálaflokka eða uppbyggingu þeirra, frá hendi löggjafans.
Málið er, að stjórnmálaflokkar eru samtök eða klúbbar einstaklinga sem hafa þau áhugamál að ná völdum og áhrifum á alþingi eða sveitarstjórnum. Þannig er, að félagafrelsi ríkir á þessu landi og stjórnmálasamtök lúta sömu reglum og önnur samtök.
Þessvegna er það alveg grátlegt að þegar t.d. alþingisþignmenn telja sig hafa skyldur eingöngu fyrir þann stjórnmálaklúbb, sem þeir eru aðilar að.
Þannig tala þingmenn gjarnan um "flokkin minn" og "skyldur gagnvart flokknum mínum" og svo framvegis.
Það er til dæmis orðin lenska að þegar þingmenn eða stjórnendur ríkisins vilja tilkynna "þjóðinni" eitthvað; t.d. afsökunarbeiðni á mistökum eða að þeir ætla að taka sér nokkurra daga frí frá opinberum störfum (að sögn "til að axla ábyrgð"), þá eru þessar tilkynningar einungis birtar eða framsagðar innan vébanda skjórnmálaklúbba, sem þeir eru aðilar að.
Maður skyldi ætla að eðlilegra væri að beina slíkum tilkynningum til almennings en ekki eingöngu inn á fundi hjá þeim stjórnmálaflokki sem viðkomandi aðili telur sig tilheyra.
Full ástæða er til að minna þessa þingmenn og/eða stjórnendur ríkisins á, að þeir eru á þingi fyrir almenning og að þeir stjórna ríkinu fyrir almenning, en ekki bara fyrir þau stjórnmálasamtök sem þeir eru aðilar að.
Einnig er ástæða til að benda á að þegar þessir stjórnmálaklúbbar verða mjög miðstýrðir og forystumenn þeirra sterkir, þá er eins og að aðalatriðið verði að ná í völd eða halda völdum, verði yfirsterkari en gagnsemi fyrir land og þjóð.
Niðurstaðan verður þá gjarnan sú, að stunda af miklum kappi það sem kallað er "átakapólitikk" á kostnað þess sem nefnd er "samstöðupólitikk".
Þetta er þeim mun átakanlegra í dag, þegar ærin ástæða er til að sýna mikla samstöðu.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.