13.10.2010 | 17:17
Fjárlagafrumvarp
Fjárlagafrumvarpið
Fréttamaður:
Ert þú samþykkur fjárlagafrumvarpinu?
Ráðherran:
Við hjá "vinstri grænum" erum alltaf tilbúin að styðja ríkisstjórnina um allt sem til bóta getur talist. Eg vil að það sé alveg á hreinu að við stöndum að baki stjórninni um allt sem er gott og jákvætt. Það þarf engin að velkjast í vafa um heilindi "vinstri grænna" gagnvart þessu stjórnarsamstarfi í öllum góðum málum.
"Vinstri grænir" eru ekki flokkur sundrunga og ósættis, enda stendur hann heill og óskiptur að baki öllu því sem vel er gert í þessari ríkisstjórn. Ef einhver heldur því fram að "vinstri grænir" sýni einhver óheilindi í þessu stjórnarsamstarfi þar sem um er að ræða góð mál, þá er það alger misskilningur.
Eg veit ekki um neinn annan stjórnmálaflokk sem auðsynt hefur meiri heilindi og meiri stuðning við ríkisstjórnina í öllum góðum málum heldur en "vinstri grænir".
Fréttamaður:
Ert þú samþykkur fjárlagafrumvarpinu?
Ráðherran:
Eg er búin að margsvara þessu, þannig að það hlýtur að vera á hreinu.
Fréttamaður:
Ert þú samþykkur fjárlagafrumvarpinu?
Ráðherran:
Hve oft á ég að þurfa að svara sömu spurningunni?
Fréttamaður:
Ert þú samþykkur fjárlagafrumvarpinu?
Ráðherran:
Ef ég á að vera algerlega hreinskilin þá skal ég taka fram svo ekki sé um að villast, að svar mitt við þessari spurningu er svo skýrt að engu er þar við að bæta.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.