Leikskólar og trú

                                            Leikskólar, trúarbrögð og siðfræði.

 


Evangelis trú. Katólsk trú, síamuslimsk trú, sunnimuslimsk trú, búddisk trú, bramisk trú, sintó trú, rúsnesk rétttrunaðar trú, ása trú og svo framvegis.

Þetta er bara lítið brot af trúum sem hræra saman gott siðferði og trú.


Hversvegna eru menn svo vissir um að sú siðfræði sem, er hrærð saman við þessa svonefndu "evangelisku trú" sé betri og skynsamlegri en siðfræði sem er hrærð saman við önnur trúarbrögð eða siðfræði sem er algerlega ótengd trúarbrögðum.


Það er grundvallar misskilningur að trú og siðfræði sé órúfanleg. Það er hinnsvegar þannig að þeir menn sem móta hin ýmsu trúarbrögð, reyna eftir föngum að fastmóta trúna og siðfræðina í órjúfanleg bönd, í þeim tilgangi að ekki verði greint á milli trúarinnar og siðfræðinar.

Raunar var það svo hér áður fyrr að steypt var saman í eina heild, almennum borgaralegum lögum, siðfræði og trú. Með þeim hætti var betra að halda uppi ríkisheildum, efla samstöðu, fá fólk til að sætta sig við stöðu sína og að öðru leyti móta fólk í eitt form.


Í stjórnarskrá Íslendinga er tekið skýrt fram að trúfrelsi sé hér á landi og að ekki skuli mismunað fólki. Því skiptir hvorki máli hvort trúarflokkar eru fjölmennir eða ekki né hvort um er að ræða þjóðkirkju eða ekki.


Þjónar þjóðkirkjunar, sem er "evangeliskur lúterskur sértrúarflokkur" virðist hafa gengið hart fram í því að ýmsar borgaralegar stofnanir eins og til dæmis leikskólar og aðrir skólar líti á það sem sjálfsagðan hlut að þeir geti vaðið um þessar stofnanir í þeim tilgangi að boða þessa sértrú sína. Þeir krefjast þess að þeim sé heimilt að láta preláta sína boða börnunum trú sína; að þeir megi láta börnin taka þátt í bænahaldi og sálmasöng í skólunum, þrátt fyrir að þessar stofnanir séu borgalegar og sé ætluð börnum af öllum trúflokkum ásamt þeim sem eru trúlausir.


Hinnsvegar geta þessir þjónar kirkjunar ekki fellt sig við að aðrir sem trúa einhverju öðru eða eru ekki trúaðir geti haft sambærilegt tangarhald á þessum stofnunum. Þetta er réttlætt með þeim rökum að þeir séu svo fjölmennir og svo siðvæddir. Engin siðvæðing sé til í alvöru nema hin eina sanna "kristna siðvæðing". Allir aðrir eru meira og minna villitrúarmenn, heiðingjar og siðlausir. Er þetta ekki alveg dásamlegt hmmmm? Mikið rosalega erum við heppin að vera svona óskaplega kristin og svona rosalega evangelisk og svona dásamlega lútersk.

Hugsið ykkur hvað það væri hræðilegt ef við værum til dæmis allir búdda trúar. Þá væri hér allt í siðlausri eymd og volæði, gráti og gnístran tanna með eilífu táraflóði. Siðleysið myndi ráða hér ríkjum og menn myndu vega hvorn annan bara til gamans.


Ef einn trúflokkur fær svona góða aðstöðu eins og virðist vera sumstaðar í skólum, þá verða aðrir trúflokkar að fá samskonar aðsöðu til að stjórnarskráin sé virt.


Að endingu!


Það er ekki verið að tala um að taka "litlu jólin" eða jólasveinana af börnunum. Þar er um að ræða frámuna lélegan og leiðinlegan vælukór ekki samboðin þjóðkirkjunni. Það er heldur ekki í samræmi við það siðgæði sem þeir kalla "kristilegt siðgæði".



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband