Hádújúlækæsland???

Hádújúlækæsland?


Meðan fólk hér um slóðir bjó í moldarkofum, eltu og veiddu dýr sér til matar, þá ríkti menning austur í Kína. Til að forðast forvitni og ágang villimanna þá reistu þeiir múra í kring um landið.

Á fyrri hluta 20. aldar þá gegu ýmsir menn í Þýskalandi með þá hugmynd, að þeir sem voru af hinu eðla kyni “Aría” væru vitrari, fallegri, duglegri, hreinræktaðri og stæðu að öllu leyti öðrum framar.
Þeir reistu ekki múra í kringum sig, en í staðin tóku þeir sig til og útrymdu ótöldum milljónum manna, að því eð virðist til að koma í veg fyrir að hinn eðli kynstofn “Aría” myndi mengast og óhreinkast af öðrum.

Þetta eru bara tvö dæmi af ótal mörgum um allan heim.


Allt þetta fellur í skuggan og verður hjóm eitt miðað við þá undursamlegu opinberun sem við höfum mátt reyna hér á Íslandi á 21. oldinni.
Þessi opinberun kristallast í skýrslu nefndar sem forsætisráðherra skipaði í nóvember 2007.
Nefndin gaf skýrsluna út í mars 2008.

Heiti skýrslunar var “Ímynd Íslands styrkur, staða og stefna”. Skýrslan sem er 88 blaðsíður að lengd, en  hefði ekki þurft að vera meira en ein blaðsíða, vegna þess að efnislega er hún endurtekning á því sama síðu eftir síðu, þótt framsetningin sé frá ýmsum hliðum og sjónarhornum.
Sumir eru gagnteknir af hrifningu yfir efni skyrslunar en aðrir virðast líta svo á  að hér sé ótrúlegur þjóðernisrembingur, sjálfumgleði, mont og skortur á hógværð á borð borin.
Eg læt öðrum eftir að leggja á það mat.

Í skýrslunni er til dæmis sagt:

“Mikilvægt er að tryggja að Ísland verði áfram „best í heimi“ – land sem býður þjóð sinni
mestu lífsgæði sem völ er á. Forsenda þess er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytt, framsækið
þekkingarsamfélag sem skarar fram úr á sviði sjálfbærrar nýtingar hreinnar náttúru, kraftmikils
atvinnulífs, frumlegrar menningar og skapandi mannauðs.”

Nefndin leggur til að ímyndaruppbygging Íslands miði að því að skapa jákvæða og sterka
ímynd af fólki, atvinnulífi, menningu sem og náttúru.

Upplýsingaöflun á vegum nefndarinnar sýndi að Íslendingar segjast vera duglegir, bjartsýnir,
áræðnir og búa yfir náttúrulegum krafti og frumkvæði sem einkennir atvinnulíf og menningu
landsins. Náttúrulegur kraftur er aflið sem þjóðin nýtir til að tryggja hagsæld og byggja frjálst
og friðsamt samfélag til framtíðar.



Ennfremur segir skýrslan um ímynd Íslands!:

“Sterk, jákvæð ímynd er náttúruleg nauðsyn hverri þjóð. Hún byggist á eiginleikum fólks,
menningarlífi, samfélagsgerð, atvinnulífi og stjórnskipulagi. Henni má í raun líkja við
viðskiptavild sem laðar að fólk, fjármagn og hugmyndir og er efnahagslífi þjóðar nauðsynleg.
Um leið dregur slík ímynd úr áhrifum áfalla sem á þjóðinni dynja, smárra og stórra.
Vel ígrunduð og samhæfð vinna að uppbyggingu ímyndar þjóðar getur sameinað hana og
vakið upp viðeigandi þjóðarstolt því að jákvæð ímynd getur styrkt sjálfsmynd þjóðarinnar,
hvatt hana til dáða og stemmt stigu við þekkingartapi sem mörg smærri samfélög hafa
upplifað á sl. áratugum með brottflutningi sérhæfðra starfsstétta og aldurshópa”.


„Erum kraftmikil þjóð, vel menntuð og hér ríkir mannréttindi á öllum sviðum...“


"Kraftur og fjölbreytt fegurð íslenskrar náttúru endurspeglast í menningarlífi þjóðarinnar og
skapar henni sérstöðu. Kraftmikil atvinnusköpun, tjáningarfrelsi, öryggi og frelsi til athafna
einkennir stjórnkerfið, atvinnuhættina og samfélagið. Óbeisluð náttúruöflin eiga sér líka
hliðstæðu í agaleysi og oft og tíðum djarfri og óútreiknanlegri hegðun Íslendinga. En þessa
eiginleika ber ekki að hræðast því þeir hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar.
Þeim ber fagna og þá ber að nýta."

Í skyrsluni eru tekin upp nokkur slagorð:

Náttúra – Kraftur: Einstök upplifun - Umhverfisvæn orka
Náttúra - Frelsi: Frelsistilfinning - Hreinleiki.
Náttúra – Friður: Umhverfisvernd og sjálfbær þróun.
Fólkið – Kraftur: Dugnaður - Áræðni.
Fólkið – Frelsið: Sjálfstætt fólk.
Fólkið – Friður: Friðsælt og öruggt velferðarsamfélag
Atvinnulífið – Kraftur: Frumkvöðlaandi. Menntun og nýting náttúruauðlinda.
Atvinnulíf – Frelsi: Frjálst viðskiptaumhverfi.
Atvinnulíf – Friður: Lýðræðisríki með traustum innviðum.
Menningin – Kraftur: Mikil þátttaka og gróska - Sköpunargleði.
Menningin – Frelsi: Frjálsleg hugsun og hegðun.
Menningin – Friður: Friðelskandi þjóð.


Ekki er ástæða til að tyggja meira upp úr skýrslunni, enda er hún öll í sama dúr.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband