Hvað er ábyrgð.

 

 Ef ég bryt rúðu óvart eða viljandi þá á ég að borga hana; eða hvað?

Þetta er ábyrgð eins og flestir skilja orðið.

Ef ég ávísa peningum úr ríkissjóði án heimildar og peningarnir glatast og eru því ekki afturkræfir, er ég þá ekki ábyrgur fyrir þessu fé. Ber mér þá ekki  að endurgreiða ríkissjóði umrædda peninga úr eigin vasa?

Mér skilst að þetta sé ekki alltaf svona einfalt.  Talað er um “pólitíska ábyrgð”, “ siðferðilega  ábyrgð” og jafnvel “formlega ábyrgð”.

  Ef menn bera fyrir sig eitthvað í þessa átt  þá sé ekki þörf á að standa skil á því sem þeir ábyrgjast og því sé ekki um alvöru ábyrgð að ræða.  Gjarnan er talað um sorgleg mistök, einhver brást trausti, eftirlit var í molum, um var að ræða mikinn þrýsting, formsatriði voru ófrágengin. Sem sagt engin ábyrgð, bara plat

 Einhver annar átti að sjá um að allt væri eins og það ætti að vera. Málið verður skoðað ofan í kjölin. Starfshópur verður settur á laggirnar til að fara í saumana á öllu málinu.

Bara plat; bara plat!

.

 

Saga frá Noregi um ábyrgð.

 

Lögreglustjóri í litlu þorpi  í Noregi sendi fjármálaráðuneytinu ársskilagrein og reikningsskil ársins sem var nýliðið ásamt Kr: 1.074.00

Í bréfi sem fylgdi skilunum skýrði lögreglustjórinn frá því að kostnaður embættisins hefði farið kr: 1.074.00 fram úr fjárheimildum og hefði hann því sent ráðuneytinu úr eigin vasa nefnda upphæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband