Sesam opnist þú, einkaframkvæmd og auradósin í eldhússkápnum.


 Sundabraut.

Hvernig er þetta með Sundabrautina? Þarf ekki neina vegaáætlun, framkvæmdaáætlun,  lánsfjárheimild eða fjárveitingu til að leggja Sundabrautina ef hún bara fer í einkaframkvæmd.

Þarf ekkert samkomulag við viðkomandi sveitarfélög um legu, skipulag, upphaf og lok framkvæmda og ýmis atriði sem að sveitarfélögunum snúa.

Er næjalegt fyrir ríkisstjórnina að segja bara eins og Ali Baba sagði; - "Sesam opnist þú" - eða eins og krakkarnir í götunni sega: "Það eru að koma kosningar ligga-ligga-lá. Sunda-sundabraut við skulum fá."

 

Hvað er einkaframkvæmd?

Eru Faxaflóahafnir einkaaðili eða opinber aðili. Eru sveitarfélögin á Faxaflóasvæðinu einkasveitarfélög eða opinber sveitarfélög?

 

Auradósin á eldhúshillunni.

Allt í einu fann ríkisstjórnin auradós í eldhússkápnum, sem í voru níu milljarðar til að leggja í Sundabrautina. Það var gott að auradósin fannst rétt fyrir kosningar; eða hvað?

Er það svo að ríkisstjórnin eigi, og geti rástafað eftir geðþótta og án þess að spyrja kóng eða prest, andvirði eigna sem ríkissjóður selur til einkaaðila. Hefur fjárveitingavaldið ekkert um ráðstöfun fjárins að segja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband