12.4.2007 | 16:37
Refsivöndur hakakrossins
Edward Frederick Langley Russell (1895 - 1981) Skrifaði árið 1954, bók sem á ensku heitir "The scourge of the swastika".
Menn hafa séð myndir og lesið bækur um þriðja ríkið upphaf þess og endalok. Það fer ekki milli mála að mörg óhæfuverk voru unnin á arunum 1933 til 1945, af valdamönnum þjóðernissjósalista í Þýskalandi og menn hafa átt í erfiðleikum með að skilja þessa hluti til fullnustu. Til dæmis er talið að allt að 12 milljónum manna hafi verið útrýmt undir sjórn Þjóðernissjósalista í Þyskalandi á þessum árum að mestu í útrymingarbúðum í þyskalandi, Póllandi, Úkaraníu og fleiri löndum.
Þessi útryming var yfirleitt framkvæmd eins og fjöldaframleiðsluiðnaður í gasrýmun og ofnum í "Aushwitz, Dachau, Treblinka, Buchenwald, Mauthausen, Maidanek og Oranienburg.
Hér er ekki gerð tilraun til að skýra þessa hluti, enda hefur það verið gert í ræðu og riti af ýmsum.
Hinsvegar virðist ýmislegt vera óljóst hjá okkur um það hvernig uppbyggingu stjórnar þjóðernissjósalista Þýskalands á þessum árum var háttað og gætu frekari upplýsingar um það ef til vill hjálpar okkur að skilja betur ýmislegt af því sem gert var. Stuðst er við bók Russells um þetta efni.
Um leið og Hitler komst til valda 1933, var hafist handa um að koma á kerfi því sem greint er frá í ritverki hans "Mein Kampf".
Uppbygging kerfisins var Þjóðernisflokkur Þýskalands, leiðtogahópur hans og röð manna sem sáu um framkvæmd fyrirmæla sem framkvæmdaáætlun flokksins byggði á.
Sérhver framkvæmdaraðili var árlega látin fara með eiðstafi. " Eg lýsi ævarandi hollustu við Adolf Hitler. Eg lýsi takmarkalausri hlýðni við hann og þá foringja sem han skipar."
Allt frá foringjanum , sem var meginupspretta kerfisins og í gegn um nokkur lög valdakerfis voru í föstum skorðum reglur, sem náðu innst inn á gafli hjá hverri fjölskyldu.
Efstur var foringin, eða Der Führe. Síðan kemur hvert lagið eftir annað. Þ. e. Gautleiter, Kreisleiter, Ortsgrupperleiter, Zellenleiter og loks Blockwart, sem var mest hataður af öllum.
Gautleiter var eins konar héraðsleiðtogi, þar sem landinu (og löndum undir áhrifasvæið Þjóðverja) var skipt niður í héröð. T. d. "Rheingau" voru Rínarlönd eða Rínarhéröð. Síðan komu Kreisleiter eða sýsluleiðtogar. Þar á eftir komu Ortsgruppenleiter, sem voru nánast hreppsleiðtogar. Þar á eftir komu Zellenleiter nokkurskonar hverfisleitogar og síðastir komu Blockleiter eða Blockwart þar sem hver þeirra hafði auga með um það bil fimmtíu fjölskyldum.
Leiðtogarnir höfðu aðgang að starfsliði, sem hafði auga með og hlutaðist til um öll atriði í lífi fólks; menntun, áróðuri, fjölmiðlun, fjármálum og réttarkerfi.
Beint undir foringjanum voru ríkisleitogar eða "Reichesleiters"; Rosenberg, von Schirach, Frick, Bormann, Frank, Ley, Goebbels og Himmler. Meginverkefni þeirra var að vernda flokkinn og að sjá til þess að hann virkaði sem hið hárbeitta sverð foringjans. Verkefni þeirra flokkaðist undir stjórnmál en ekki undir beina stjórnsýslu.
Þyskalandi var skipt upp í stjórnsýslusvæði , sem nefnd voru "Gau", nánast lönd eða héröð. Héröðunum var síðan skipt í sýslur, sveitarfélög, hreppsfélög, hverfi og seinast í blokkir eða húsaþyrpingar, þar sem voru sem næst fimmtíu fjöskyldur í hverri húsaþyrpingu.
Það var þessi Blockwart eða heimilavörður, hafði náið auga og eftirlit með hverri fjölskyldu. Á hans könnu var að láta framkvæmd áróðurs þjóðernissósialistflokks Þýskalands koma á fullum þunga inn á heimili hverrar fjölskyldu og til hvers einstaklings í fjölskyldunni.
Í samræmi við reglur flokksins, var það skylda heimilavarðarinns að finna einstaklinga sem gætu skaðað flokkinn með umtali eða sögusögnum. Ekki einungis átti hann að útskýra og verja hugmyndafræði flokksinns, heldur bar honum að leitast við að koma á samvinnu meðlima flokksinns innan síns svæðis.
Þannig var það að hver einasti Þjóðverji kynntist foringja sínum að í gegnum návist heimilavarðarinns.
Þjóðverjar voru milli 70 og 80 milljónir talsinns, þannig að fjöldi heimilavarða skipti hundruðum þúsunda.
Með þessum hætti hélt Hitler ríkinu í helgreipum.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.