Þjóðkirkja og þjóðtrú

Þjóðkirkja og  þjóðtrú.

 

Í stjórnarskrá Lyðveldisins 62.grein til 65. greinar, segir svo:

 

62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]1)
   
1)L. 97/1995, 1. gr.
64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.]
1)
   
1)L. 97/1995, 2. gr.

VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]
1)
 

Þegar grant er skoðað verður eftirfarandi ljóst. 

Á Íslandi er þjóðkirkja þ. e. Hin evangliska lúterska kirkja.

Engin má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna.

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda á tillits til trúarbragða.
 

Samkvæmt þessu verða menn að sæta því að ákveðin trúarsöfnuður hafi tögl og haldir í þessari ríkisstofnun sem nefnd er  "þjóðkirkjan á Íslandi". Þetta er stjórnarskrárvarið og ekkert við því að gera meðan málum er þannig fyrirkomið.

 

Hinns vegar, með hliðsjón af því að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og að í engu missa af rétti sínum sakir trúarbragða, þá er ekki hægt að una því atugasemdalaust að þessi sami "söfnuður" böðlist um og ætli að leggja undir sig, og segja fyrir verkum borgaralegum stofnunum eins og skólum fyrir börn og unglinga, með því að láta allskonar trúboð og trúarathafnir ganga fyrir skólastarfi.

Skemmst er þess að minnast Biskup Íslands, sem er æðsti prestur þessa "safnaðar"kom fram í sjónvarpinu og  bókstaflega heimtaði  að skólastarf skyldi víkja fyrir fermingarundirbúningi á vegum þessa safnaðar.

Kristin fræði skuli innrættur í skólum landsins og jafnvel ganga fyrir skóla kennslu  þegar þannig stæði á. Þessi "fræði" verði innrætt öllum þeim nemendum, sem skólum er skylt að taka við óháð hverrar trúar þessi skólaskyldu börn og unglingar eru.   

Í mínum augum er þessi framganga trúfélags ekkert annað en ofbeldi gagnvart þeim börnum, foreldrum og öðrum aðstandendum, sem ekki eru sama sinnis. 

Málið er nefnilega, að þótt menn verði að sætta sig við "þjóðkirkjuna" sem ríkisstofnun, þá eiga menn ekki að þurfa að sæta því að þessi söfnuður geti ráðskast með borgaralegar stofnanir eins skóla fyrir börn og unglinga, og heimta að allir beygi sig undir það í auðmykt.

Engu máli skiptir í þessu sambandi hvor þessi söfnuður sé afgerandi stæstur á landinu eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband