19.4.2008 | 18:50
Trékyllisvík
Jæja loks var ákveðið eitthvað af viti !!!!
Ákveðið hefur verið að gera tvöföld bílagöng frá Trekyllisvík, undir Húnaflóa og norður á Tröllaskaga, til þess að ferðamenn sem fara þessa leið þurfi ekki að fara alla leið suður í Hrútafjörð til að komast norður á Tröllaskaga. Þetta mun stytta leiðina töluvert og hafa í för með sér umtalsverðan sparnað. Auk þess munu fást mjög mörg störf við gerð gangnana. Þá mun þessi ráðstöfun auðvitað auka jafnvægi í byggðum landsins meðan verið er að vinna verkið.
Þá verður stefnt að því að koma nokkrum ríkisstofnunum fyrir í Trékyllisvík. Einkum er litið er til Seðlabankans og Þjóðleikhúss í því sambandi.
Að sjálfsögðu verður að fresta öðrum ónauðsynlegum vegaframkvæmdum um nokkra áratugi. Framkvæmdum eins og við Sundabraut , Reykjanesbraut og fleira. Famkvæmdum sem geta alveg beðið.
Þeir þarna fyrir Sunnan verða bara að skilja munin á nausynlegum vegaframkvæmdum og ótímabærum gæluverkefnum í Reykjavík enda er heimtufrekjan í þeim þarna fyrir Sunnan með ólíkindum.
Þeir verða bara að skilja að það er ekki hægt að gera alla hluti í einu, og að nauðsynlegar framkvæmdir hljóta að ganga fyrir. Ef þeir eru alltaf að röfla um einhverjar umferðateppur í einhverjum brekkum þá geta þeir bara farið gangandi, þeir eru ekkert of góðir til þess. Þeir eru komnir með þessa Sundabraut sína algerlega á heilan.
Þetta lið þarna í Reykjavík er líka alltaf að rifast um hvar og hvernig þessir vegir eiga að vera; eilíft þras um gagnslausar framkvæmdir.
Ef fara á í framkvæmdir þarna fyrir Sunnan þá eru það auðvitað Vestmannaeyjagöngin sem eðlilega verður litið til.
Sundabrautin verður að sjálfsögðu að bíða þangað til að búið er að gera göng í Loðmundarfjörð og Mjóafjörð, enda uppgangstímar þarna fyrir Austan .
Þetta er að sjálfsögðu öllum augljóst sem hafa snefil af viti.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alger snilldarfærsla. Hárrétt og mjög beinskeitt.
Loopman, 25.4.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.