9.4.2009 | 14:53
Geir og ábyrgðin.
Geir og ábyrgðin.
"Eg ber sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð." Segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað meina menn með því að þeir beri ábyrgð? Hverskona ábyrgð? Hvaða ábyrgð? Hvernig er orðið "ábyrgð" skilgreint?
Er það ekki ábyrgðarlaust að tala um og lýsa á sig ábyrgð án þess að meina nokkuð með því.
Ekki geri ég ráð fyrir að þessi fyrrverandi formaður verði hyddur á almannafæri eða settur í steinin eða látin borga úr eigin vasa fé það sem hann lýsir ábyrgð sinni á; eða hvað?
Ef til vill ætlar fyrrverandi formaðurinn sér að ganga í klaustur og eyða því sem eftir er ævinnar í bænum til almættisins um fyrirgefningu ásamt því að sýna iðrun og yfirbót á gjörðum sínum.
"Nei" Menn meina akkúrat ekkert með því þegar þeir lýsa sig ábyrga og þegar þeir eru ófærir um að sega hvað þeir meina, þá er oftast reynt að kljúfa hugtakið "ábyrgð" niður í þætti til að draga úr því allt bit.
Gjarnan er þá talað um "pólitiska ábyrgð"eða "siðferðilega ábyrgð", allt nema raunverulega ábyrgð.
Getur formaðurinn fyrrverandi með þessum orðum sínum um að hann einn beri alla ábyrgð, með þeim hætti fríað sjálfan sig og alla aðra sem komu að þeim gerningum sem um er að ræða og varða tugmilljóna styrki til þessa stjórnmálaflokks; eða hvað?
Nú eiga allir að vera sáttir og hamingjusamir vegna þess að stjórnmálaflokkurinn segist ætla að greiða til baka allt þetta fé sem styrin stendur um. Þetta hlýtur að vera óskaplega góður flokkur sem endurgreiðir til baka fé sem hann veitti viðtöku með ef til vill vafasömum hætti. Nú er flokkurinn hreinn og hvítþvegin og þessvegna hljóta allir landsmenn að treysta þessum flokki fyrir stjórn landsinns um alla framtíð.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.