11.4.2009 | 18:11
Héðinsfjarðargöng
Héðinsfjarðargöng.
Jæja þá er ráðherran komin í gegnum síðasta haftið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Mikið er það dásamlegt.
Ég vil ekki heyra að menn séu að gagnrýna þessar framkvæmdir; enda sjá allir að þetta eru lífsnauðsynlegar framkvæmdir, þó hún hafi kostað einhverja ótalda milljarða króna.
Maður hefur meira að segja heyrt að verið sé að bera saman Sundabraut og Héðinsfjarðarveg. Þvílikt endemis bull. Hvernig dettur mönnum þetta í hug. Það sjá allir réttsynir menn að Héðinsfjarðarvegur er nauðsyn en Sundabraut er bara frekja í einhverjum þarna fyrir Sunnan.
Mér er sagt að það séu allt að tólf bílum sem daglega munu fara um Héðinsfjarðargöng. Þetta er áræðanlega tóm vitleysa. Ég er alveg sanfærður um að þeir eru miklu fleiri, áræðanlega upp undir sautján eða jafnvel átján bílar á dag.
Það hvarlar ekki að mér að vera með einhvert væl um það þótt einhverjir þarna fyrir Sunnan þurfi að bíða í umferðateppum í Ártúnsbrekku kvölds og morgna. Þeir geta bara farið fyrr á fætur og mín vegna meiga þeir koma seinna heim á kvöldin. Sundabrautin getur alveg beðið í tíu til tólf ár til viðbótar.
Helvítis frekja er í þessu liði alltaf hreint þarna fyrir Sunnan.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.