Jæja loksins kom það fram.

Jæja loksins kom það fram.


 

 

Í umræðum á vegum sjónvarpsins í kvöld (14.apríl), Þegar var verið að ræða um fjármál stjórnmálaflokka þá nefndi þingmaður Helgi Hjörvar eitt atriði sem því miður hefur ekki fengið þá athygli og þá umræðu sem vert er. Þetta atriði er afskriftir banka og peningastofnana ásamt nidurfellingar skulda í stofnunum hinns opinbera.


Þingmaðurinn læddi þessu inn í umræðuna, án þess að það vekti viðbrögð hjá stjórnendum sjónvarpsþáttarinns eða annara sem fundin sátu.

Þótt ég geti ekki bent á nein sérstök atriði sem styðja þá hugmynd að þarna sé pottur brotinn, þá er alveg hægt að ímynda sér að stundum hafi meiri liðlegheit verið höfð í frammi gagnvart sumum skuldurum en öðrum, ekki síst þegar þeir eru í sama stjórnmálaflokki og hinir sem hafa það með höndum að ákveða afskriftir skulda.

Eg er þeirra skoðunar að full ástæða sé til að skoða afskriftir banka og peningastofnana ásamt nidurfellingar skulda í stofnunum hinns opinbera, betur og nákvæmar en gert hefur verið.


Þegar vel er að gáð þá eru alls ekki margar ástæður sem réttlæta afskriftir skulda. Allavega er það ekki næg ástæða að skuldari sé bara í sama stjórnmálaflokki og sá aðili sem afskrifar. Þegar og ef slíkt kemur upp úr kafinu þá á að opinbera alla slíka fyrirgreiðslu.

Eins og mönnum er ljóst er bæði heimilt og gerlegt að bakfæra slíkar afskriftir sé ekki of langt um liðið frá því að fyrirgreiðslan átti sér stað.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband