562 milljónir króna til Ruv.

562 milljón króna skuld Rúv. við ríkið

 

  Í Fréttablaðinu þann 16. apríl 2009, segir að með samþykkt ríkisstjórnarinnar hafi skammtímaskuld Ríkisútvarpsins kr: 562 milljónir við ríkissjóð hafi verið breytt í hlutafé.

Þá er haft eftir menntamálaráðherra í sömu blaðagrein að þetta þýði ekki útgjöld fyrir ríkissjóð.


Er málið svona einfalt? Nei! Það eru bara í ævintýrum sem hægt er að galdra.


Það sem gerist er: Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin ákveður að afskrifa skuld Ríkisútvarpsins. Skuldir við ríkissjóð eru ekki afskrifaðar nema þær séu raunverulega tapaðar. Venjan er sú að endurskoðunin fari yfir og samþykki slíkar afskriftir.


Í öðru lagi er um að ræða auka fjárveitingu til Ríkisútvarpsins úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin fer ekki með fjárveitingavaldið heldur alþingi í fjárlögum eða auka fjárlögum. Ríkisstjórnina skortir því lagaheimild til að ráðstafa fjármunum með þessum hætti.


Þótt Ríkisútvarpið sé hlutafélag í eigu ríkisins þá er það svoldið hjákátlegt að ríkið sé að afskrifa skuld hjá sjálfu sér einungis vegna rekstrarerfiðleika Rúv. Aðrar ríkisstofnanir verða að sitja uppi með sín rekstrartöp milli ára í þeirri von að þeim takist að spara í rekstri á næsta ári eða að fjárveitingavaldið hækki framlög til þeirra.


Þá er það einnig einkennilegt að á sama tíma sem verið er að ákveða ríkisútgjöld án lagaheimildar, þá stígur ráðherra menntamála fram og segir blákalt að þessi gjörningur þýði ekki útgjöld fyrir ríkissjóð.


Hvað finnst ykkur?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband