19.4.2009 | 12:28
Hæðst að almenningi.
Hvað á það að þýða að hæðast að almenningi?
Það er ekki nóg að menn séu að lýsa á sig einhverri ábyrgð sem þeir geta ekki borið , og sem er í raun ekkert annað en ósmekklegt og tilgangslaust hjal, heldur er það nýjasta vitleysan að vera að biðjast afsökunar á hlutum sem þeir eru ekki sekir um og geta ekkert að gert. Má þar nefna bankastjóra Landsbankans Ásmund Stefánsson. Þetta er jafn klaufalegt og vitlaust og hjalið um ábyrgðina, sem menn vitnuðu á dögunum.
Það kom berlega í ljós þegar bloggarar fóru að tjá sig um þessi mál, að þeim fannst ekki mikið til þessa koma.
Mig minnir að einn þeirra hafi beðist afsökunar á Suðurlandsskjalftanum, enda er sú afsökunarbeiðni ekkert ómerkilegri en afsökunarbeiðni Ásmundar Steánssonar.
Eg ætla nota þetta tækifæri til að biðjast afsökunar á því að vatn skuli vera blautt.
Það er komin tími til að menn hætti að tala niður til almennings með innantómu kjaftæði, heimskulegum afsökunarbeiðnum sem eru algerlega merkingalausar og fáranlegar yfirlýsingar um ábyrgð sem er jafn vitlaus og merkingarlaus.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég legg til að það verði settur upp afsökunar-beiðis sjálfsali. Þá geta allir sem vilja biðjast afsökunar sett pening í sjálfsalann og stimplað inn afökun sína. Gjald fyrir afsakanir geta verið samkvæmt gjaldskrá sem Ásmundur Stefánsson síður saman. Þetta gæti til dæmis litið svona út:
Ég biðst afökunar á því að hafa ekki kosið gæsalappaflokkinn.
Fyrir þetta má setja gjald svo sem eins og litlar 30.000.000
Ragnar L Benediktsson, 19.4.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.