Þrír hundar og helmingaskiptareglan

 

Þrír hundar og helmingaskiptareglan.


 

Á árinu 1936 er Úttgerðafyrirtækið Kveldúlfur hf. sem hafði verið fjölmennasta atvinnufyrirtæki landsins á þessum árum, skuldum vafið og komið í þrot í kjölfar kreppunar.  

Urðu allmikil stjórnmálaátök vegna Kveldúlfsmálsins eins og rakið er í bókinni "Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár."(bls 176 til 178).

Segja má að slitnað hafi upp úr stjórnarsamstarfi Alþyðuflokks of Framsóknarflokks að miklu leyti vegna Kveldúlfsmálsins og líklega fyrst og fremst vegna kröfu Alþýðuflokks um að félagið yrði sett í gjaldþrot og þjóðnytt.

Þingfrumvarpi Alþyðuflokks um skiptameðferð Kveldúlfs var síðan vísa frá með rökstuddri dagsskrá í neðri deild þann 20. apríl 1937 með atkvæðum framsóknarmanna, sjalfsstæðismanna og þingmanna Bændaflokks gegn atkvæðum Alþýðuflokksmanna.

Kveldúlfsmálið dró þann dilk á eftir sér, að þennan sama dag 20 apríl 1937 var þing rofið og boðað til nýrra kosninga.

Landsbankinn veitti félaginu lán til rekstrar og framkvæmda.

Þannig fór þetta mál og endirinn varð sá að félaginu var ekki slitið fyrr en 1972 og hafí þá verðbólgan étið upp skuldir félagsins þegar félaginu var loks slitið.

 

Áhugavert er að gera sér í hugarlund hvað skeð hafði bak við tjöldin.

Heyrst hefur að Ólafur Thors og Jónas Jónsson frá Hriflu hafi gert með sér einhverskonar samkomulag um gagnkvæma greiðarsemi í framtíðinni sem ætlað var að tryggja bæði framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum afburðastöðu hér á landi. Ef til vill var þetta upphaf að svonefndri "helmingaskiptareglu", sem var höfð í heiðri meira og minna allar götur síðan.

Áhugavert er að velta því fyrir sér hvort ekki eimdi eftir af helmingaskiptareglunni í sambandi við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans og því hvernig menn fengu að leika lausum hala og henda á milli sín tugum og hundruðum milljarða í eintómri vitleysu og í augljósri svikamyllu síðustu misserin fyrir hrunið mikla.

 

Allt venjulegt fólk gerir sér líka grein fyrir því að þetta er gert með samþykki stjórnvalda allt til enda. Því er ekki hægt að bera það á borð að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir hvað gerðist.

 

Leiðtogi framsóknarmanna Halldór Ásgrímsson hrökklaðist til Danmerkur þegar hann var næstum búin að gagna frá Fransóknarflokknum dauðum og það eina sem fyrrverandi forsætilráðherra og leitogi sjálfstæðismanna Geir Haarde sagði af viti um þetta mál var: "Guð blessi Ísland". Annað var það ekki, og svo fór hann á spítala.

 

Allavega er eins og maður fái betri skilning á þeim atburðum sem raktir er í Mogganum undir fyrirsögninni "Dyrt fyrir ríkið að selja banka" og í kvöldfréttum Rúv með tilvitnun viðmælanda Vilhjálm Bjarnason: "Það er eins og þrír hundar elti skottið hver á öðrum". Hvort tveggja þann 9. júlí 2009.

 

 

Dýrð sé guði í upphæðum; sérstaklega í stórum upphæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband