Blekkingarleikur

Blekkingarleikur.

 

 


Valdabarátta stjórnmálaafla tekur á sig ymsar sérkennilegar myndir og sérstaklega þegar valdagráðugir menn nota miskunarlaust baráttuaðferðir sem þeir munu aldrei viðurkenna opinberlega. Þannig eru teknar ákvarðanir í lokuðum bakherbergum þar sem ætlunin er að ríkjandi stjórnvöld missi völdin og þeir sjálfir taki við.


Það eina sem skiptir máli er að ná völdum.


Getur það verið að þessir aðilar, sem hafa með havaða og látum, mánuðum saman á löggjafarþinginu og á ýmsum öðrum vettvangi, býsnast á móti "Icesave"-samningi og heimtað Þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, að þeir sigli undir fölsku flaggi?

Getur það verið að þesssir sömu aðilar sem belgja sig upp á móti Evrópubandalaginu sigli þar einnig undir fölsku flaggi?


Jú það getur vel verið.


Ég hef grun um að þessir sömu aðilar séu í raun hvorki á móti "Icesave"-samningi eða Evrópubandalaginu.


Það eina sem vakir fyrir þessum aðilum er að nota þessi mál til að komast til valda á ný.

Ef til vill hefur munað litlu og muni enn litlu að þessi blekking takist og fyrir bragðið hefur hamagangurinn verið ennþá meiri.


Nú er spurningin hvort forseti lýðveldisins setur "Ícesave" lögin í þjóðaratkvæði eða ekki.


Hvað haldið þið?





Þjóðfundur

Þjóðfundur

 

 

 

Hver var niðurstaða þjóðfundarinns?????

 

Jú; frelsi, jafnrétti og bræðralag!!!!

 

Mikið lifandis ósköp og skelfing er þetta dásamlegt.

Maður er svo yfirkomin af hrifningu og þjóðarstolti, að maður svífur um skýjum ofar.

Maður verður í fleiri daga að jafna sig.

Nú hefjast nýir tímar; nýtt Ísland; nýtt þjóðfélag; nýir straumar og nýtt...mmmmmmm..........

 

Hvað kostuðu svo herlegheitin?

Eina milljón?

Fimm miljónir?

Til hvers var þetta allt saman?

Hverjum datt þetta allt í hug?

Hvað var svo meiningin að sýna fram á?

Hvað eiga svona manipúalasjónir að þýða?

Hverjir fjármögnuðu alla helvítis vitleysuna?

Var búið að ákveða fyrirfram hver niðurstaðan skyldi vera?

Var búið að ákveða fyrirfram hver niðurstaðan skyldi ekki vera?

 

Ekki meir! Ekki meir!!

 


Upplysingum lekið!

Leki

 

 

 

Er endalaust hægt að troða framan í fólk allskonar upplýsingum og krefja þá svo um að þagmælska verði að vera, eða að trúnaður skuli vera á upplysingunum.

 

Nei og aftur nei!

 

Ef þú færð sömu upplýsingar einnig eftir öðrum leiðum, þá ertu frjáls.

Ef þú telur að upplýsingarnar eigi að koma fyrir almennings sjónir, þá á að koma þeim á framfæri.

Ef þú telur að upplýsingum hafi verið birtar þér í þeim tilgangi að múlbinda þið til þagnar og trúnaðar, þá ertu frjáls.

 

Oft á tíðum eru þér birtar upplýsingar sem trúnaðarmál, en þú veist að ætlast er til að trúnaðurinn sé rofin eða eins og komist er að orði, að ætlast er til að upplýsingarnar séu látnar leka.

 

Með öðrum orðum, það er alltof lítið um að upplýsingar leki.

 

 

Verið óhrædd.

 


Trúariðkun í HÍ.

Hvernig dirfist hann???

 

 

Hvernig getur einhver starfsmaður Háskóla Íslands heimtað að herbergi innan háskólans skuli tilheyra einhverjum ákveðnum trúarsöfnuði en ekki öðrum. Að mönnum skuli detta þessi vitleysa í hug er algerlega óskiljanlegt. Þó er ennþá óskiljanlegra að yfirstjórn skólans skyldi samþykkja þetta rugl.

Fólk sem heimtar þetta og einnig fólk sem samþykkir þetta á að fara nú þegar í endurhæfingu og ekki verði sleppt af þeim hendinni fyrr en það hefur losnað við þessa heimsku og þetta ofstæki sem ekki er samboðið starfsfólki æðstu menntastofnunar landsins.

Herbergi í Háskóla Íslands og verður aldrei löghelgað einum trúarsöfnuði og bannað öðrum trúariðkunum.


Hvernig dirfist Háskóli Íslands að troða með þessum hætti á hin ýmsu trúarbrögðum utan eins sem þeim fellur í geð.


Ráðherran


Hvað var hann að segja!

 

 

 

Ráðherra vinstri grænna sagði af sér ráðherradómi um daginn.

Mikið lifandis óskup og skelfing talar þessi myndarlegi og glæsilegi maður nú fallega; bæði skýrt og greinilega þannig að hvert orð skilst og heyrist. Það fer ekki milli mála að þetta er maður sem fólkið getur treyst og trúað á, enda er það þannig að menn stara og hlusta á orð hans gapandi af hrifningu. Þetta er greinilega réttur maður á réttum stað.

Aðeins er eitt smáatriði þarf að laga í öllu þessu standi, en það er, að eftir spurningu fréttamanns um afsögn hans og hafandi hlustað á ráðherran í tíu mínuútur var ekki nokkur einasta leið að skilja hvað ráðherran átti við.



Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðaratkvæðagreiðslan.

 

 

 

Mikið lifandis ósköp og skelfing hlýtur að vera gaman að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur.

Mér skilst að núna sé helst upp á teningnum að hafa Þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja skuli samningaþref við Evrópubandalagið eða ekki síðan að sjálfsögðu að hafa Þjóðaratkvæðagreisðlu um hvort gengið skuli í bandalagið eða ekki. Þannið getum við fengið þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur og eitt samningaþref ef allt gengur upp.

 

Hvernig væri að byrja á öfugum enda og byrja á því að gagna í Bandalagið og síðan gætum við haft þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvor ganga skuli úr Bandalaginu aftur eða ekki. Ef það verður samþykkt þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort gengið skuli úr Bandalaginu eða ekki. Ef það verður samþykkt þá erum við búin að fá einar sex þjóðaratkvæðagreiðslur og stöndum samt í sömu sporum. Það væri alveg stórkostlegt.

Hmmmm.


Þrír hundar og helmingaskiptareglan

 

Þrír hundar og helmingaskiptareglan.


 

Á árinu 1936 er Úttgerðafyrirtækið Kveldúlfur hf. sem hafði verið fjölmennasta atvinnufyrirtæki landsins á þessum árum, skuldum vafið og komið í þrot í kjölfar kreppunar.  

Urðu allmikil stjórnmálaátök vegna Kveldúlfsmálsins eins og rakið er í bókinni "Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár."(bls 176 til 178).

Segja má að slitnað hafi upp úr stjórnarsamstarfi Alþyðuflokks of Framsóknarflokks að miklu leyti vegna Kveldúlfsmálsins og líklega fyrst og fremst vegna kröfu Alþýðuflokks um að félagið yrði sett í gjaldþrot og þjóðnytt.

Þingfrumvarpi Alþyðuflokks um skiptameðferð Kveldúlfs var síðan vísa frá með rökstuddri dagsskrá í neðri deild þann 20. apríl 1937 með atkvæðum framsóknarmanna, sjalfsstæðismanna og þingmanna Bændaflokks gegn atkvæðum Alþýðuflokksmanna.

Kveldúlfsmálið dró þann dilk á eftir sér, að þennan sama dag 20 apríl 1937 var þing rofið og boðað til nýrra kosninga.

Landsbankinn veitti félaginu lán til rekstrar og framkvæmda.

Þannig fór þetta mál og endirinn varð sá að félaginu var ekki slitið fyrr en 1972 og hafí þá verðbólgan étið upp skuldir félagsins þegar félaginu var loks slitið.

 

Áhugavert er að gera sér í hugarlund hvað skeð hafði bak við tjöldin.

Heyrst hefur að Ólafur Thors og Jónas Jónsson frá Hriflu hafi gert með sér einhverskonar samkomulag um gagnkvæma greiðarsemi í framtíðinni sem ætlað var að tryggja bæði framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum afburðastöðu hér á landi. Ef til vill var þetta upphaf að svonefndri "helmingaskiptareglu", sem var höfð í heiðri meira og minna allar götur síðan.

Áhugavert er að velta því fyrir sér hvort ekki eimdi eftir af helmingaskiptareglunni í sambandi við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans og því hvernig menn fengu að leika lausum hala og henda á milli sín tugum og hundruðum milljarða í eintómri vitleysu og í augljósri svikamyllu síðustu misserin fyrir hrunið mikla.

 

Allt venjulegt fólk gerir sér líka grein fyrir því að þetta er gert með samþykki stjórnvalda allt til enda. Því er ekki hægt að bera það á borð að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir hvað gerðist.

 

Leiðtogi framsóknarmanna Halldór Ásgrímsson hrökklaðist til Danmerkur þegar hann var næstum búin að gagna frá Fransóknarflokknum dauðum og það eina sem fyrrverandi forsætilráðherra og leitogi sjálfstæðismanna Geir Haarde sagði af viti um þetta mál var: "Guð blessi Ísland". Annað var það ekki, og svo fór hann á spítala.

 

Allavega er eins og maður fái betri skilning á þeim atburðum sem raktir er í Mogganum undir fyrirsögninni "Dyrt fyrir ríkið að selja banka" og í kvöldfréttum Rúv með tilvitnun viðmælanda Vilhjálm Bjarnason: "Það er eins og þrír hundar elti skottið hver á öðrum". Hvort tveggja þann 9. júlí 2009.

 

 

Dýrð sé guði í upphæðum; sérstaklega í stórum upphæðum.


Ponzi-svikamylla og Ícesave

Ponzi-scheme og Icesave


 

Ponzi-scheme.

 

Ponzi-áætlun er þar sem menn eru beittir svikum í fjárfestingum, sem eru þannig að greiðslur til fjárfesta eru eru teknar af viðbótarfjárfestingu en ekki af hagnaði fjárfestingarinnar.

Ponzi-áætlunin er yfirleitt þannig að boðið er upp á hagnað eða vexti sem eru hærri en aðrir geta boðið nýjum fjárfestum. Þannig eru vextir eða hagnaður af skammtímalánum óeðlilega háir og kalla stöðugt á aukið fjárflæði til að viðhalda svikamyllunni.

Kerfið er dæmt til að kollvarpast vegna þess að hagnaðurinn, ef hann er þá einhver, er minni en það sem fjárfestum er boðið.


Ítarlegri skýringum er auðvelt að fletta upp í Google undir "Ponzi-sceme" í Wikipedia.

 

 

 

Icesave.

 

Það var hérna um daginn að sjónvarpsmenn fóru niður í bæ með bægslagangi; ráku myndavélar og hljóðnema framan í andlitið á fólki og spurðu með miklum spekingssvip hvað mönnum fyndist um að verið væri að semja um "Ícesave-reikningana".


Svör voru ekki upp á marga fiska hjá fólki eins og eðlilegt er.

Fólk svaraði :"umm", "jamm", "pú" ,"ha" og "ég veit ekki".


Fréttamennirnir munu sjálfsagt halda því fram að spurningin hafi verið einföld og eðlileg. Var hún það?

Nei og aftur nei. Hún var arfavitlaus vegna þess að hún kallaði ekki á vitrænt svar.


Frekar átti að spyrja hvort Icesave-reikningarnir væru ekki upphaf "Ponzi-svikamyllu" sem bæði stjórnvöld , eigendur og æðstu stjórnendur Landsbankans hlytu að hafa gert sér fulla grein fyrir.


Það er ekki hægt að bera það á borð að eigendur og æðstu stjórnendur Landsbankans, að þessi "tæra snilld" (eins og það var nefnt á sínum tíma) var ekkert annað en "Ponzi-svikamylla".

Hafi einhver þeirra ekki gert sér grein fyrir þessu, þá var sá hin sami ekki bara saklaust fórnarlamb heldur algjör fáráðlingur og ég trúi því ekki að slíkir menn hafi verið í æðstu stöðum innan bankans.


Það er heldur ekki hægt að bera það á borð að stjórnvöld, með sína sérfræðinga í ráðuneytum, seðlabanka og fjármálaeftirliti, hafi ekki vitað hvað þeir voru að heimila Landsbankanum að gera.


Að lokum verður ekki hjá því komist að minnast á nýjustu hernaðaraðferðina hjá ákveðnum hópi manna; en aðferðin er sú að þetta sé alltsaman reglugerðum Evrópubandalagsins að kenna.

Hvað á svona rugl eginlega að þýða .


Annar og ekki veigaminni þáttur Ícesave-reikninganna snýr að því hvert, hversvegna og hvernig fénu; þessum fimm- eða sexhundruð milljörðum, sem lenda á almenningi að borga, er ráðstafað.


Það mál verður vonandi afgreitt í sölum dómara, en ekki í þessum pistli.



Dásamlegt

Alveg er þetta dásamlegt.

 

 

 

Eg reyndi að lesa "samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs".

Þetta er eithvað það stórkostlegasta og dásamlegasta plagg sem ég hef augum litið í gegnum rúmlega sextíu ára lestur.

Þó verð ég að viðurkenna að ég lauk lestri alveg jafn nær og þegar ég hóf lesturinn. Það er miklu auðveldara að halda á blautri sápu en að fá botn í þetta stórkostlega plagg.


Eg get ekkert sagt um efni plaggsins því ég fann þar ekkert sem ég botnaði í; en hinnsvegar get ég sagt frá því sem mér fannst svona dásamlegt.


Til dæmis:

Það á að endurreisa, ná jafnvægi, ná þjóðarsátt um, endurheimta traust á, setja reglur, tryggja, skilgreina nánar, láta vinna, fara yfir, endurnýja traust á, beita sé fyrir, stuðla að, koma á, örva, skapa skilyrði, kanna, grípa til, setja á fót, áætla, samræma, verja, efna til kynningarátaks, gera heildamat á þörf, akvarða um aðgerðir, forgangsraða, skapa sátt um og s.frv. og s. frv. og s. frv.

 

Sem sagt einhver sú unaðslegata samstarfsyfirlýsing sem sést hefur.


Eruð þið ekki sammála því að þetta sé alveg dásamlegt!!!!!



ríkisstjórnarfundir

Ríkisstjórnarfundir.


 

 

Þetta var náttúrlega algjört æði að hafa ríkisstórnarfund á Akureyri.

Það vantaði einungis í umræðuna; hvers vegna.


Hvernig væri að halda ríkisstjórafundi til skiptis í Trekyllisvík og Borgarfirði Eystri og til að tryggja öryggi ráðherrana þá fari þriðji hluti á reiðhjóli og þriðji hluti ríðandi og þriðji hluti gangandi.

Það yrði auðvitað mikil lyftistöng fyrir þessi byggðalög að hafa þessa fundi, og myndi staðfesta gildi þeirra sem áríðandi landsvæði á Íslandi.

Að auki mætti auka mikilvægi þessara byggðalaga með því að flytja þangað ýmsa starfssemi sem núna er í Reykjavík.

Hvað með til dæmis að flytja Reykjavíkurflugvöll í Trekyllisvík og Landsspítalan á Borgarfjörð Eystri.

Að auki má skylda ráðherrana til að eiga lögheimili þar sem ríkisstjórnarfundirnir er haldnir.

Svo eru það fastanefndir þingsins.

Mér finnst til dæmis alveg sjálfsagt að utanríkisnefnd haldi sína fundi í Vík í Mýrdal og alsherjarnefnd sína á Dalatanga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 512

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband