Færsluflokkur: Bloggar

Sleppt og haldið

Sleppt og haldið.


"Ef ég kaupi hlutabré í bankanum okkar fyrir 500 milljónir og fæ lán í bankanum okkar fyrir kaupunum; þarf ég þá að leggja fram nokkurt veð eða svoleiðis".

" Nei elsku kallinn minn. Auðvitað ekki."

 

 

"Græði ég nokkuð á þessu."

"Já já já auðviað græðirðu þegar hlutaféið hækkar. Hvað heldurðu eiginlega!. Þú færð helvíti góða fúlgu."

 

"En ef bankinn okkar fer í þrot og ríkið hirðir hann og öll hlutabréfin orðin verðlaus og ónýt?"

"Elsku drengurinn minn; hvernig dettur þér þessi vitleysa í hug. En segjum til gamans að þetta gerist þá bara bakfærum við allt draslið og látum eins og ekkert sé. Eg get fullvissað þið um að engin mun sega neitt."

 

"En en en!!!"

 

"Láttu ekki sona"


Hæðst að almenningi.

 

Hvað á það að þýða að hæðast að almenningi?

 

 

Það er ekki nóg að menn séu að lýsa á sig einhverri ábyrgð sem þeir geta ekki borið , og sem er í raun ekkert annað en ósmekklegt og tilgangslaust hjal, heldur er það nýjasta vitleysan að vera að biðjast afsökunar á hlutum sem þeir eru ekki sekir um og geta ekkert að gert. Má þar nefna bankastjóra Landsbankans Ásmund Stefánsson. Þetta er jafn klaufalegt og vitlaust og hjalið um ábyrgðina, sem menn vitnuðu á dögunum.

 

Það kom berlega í ljós þegar bloggarar fóru að tjá sig um þessi mál, að þeim fannst ekki mikið til þessa koma.

Mig minnir að einn þeirra hafi beðist afsökunar á Suðurlandsskjalftanum, enda er sú afsökunarbeiðni ekkert ómerkilegri en afsökunarbeiðni Ásmundar Steánssonar.

Eg ætla nota þetta tækifæri til að biðjast afsökunar á því að vatn skuli vera blautt.

 

Það er komin tími til að menn hætti að tala niður til almennings með innantómu kjaftæði, heimskulegum afsökunarbeiðnum sem eru algerlega merkingalausar og fáranlegar yfirlýsingar um ábyrgð sem er jafn vitlaus og merkingarlaus.

 


562 milljónir króna til Ruv.

562 milljón króna skuld Rúv. við ríkið

 

  Í Fréttablaðinu þann 16. apríl 2009, segir að með samþykkt ríkisstjórnarinnar hafi skammtímaskuld Ríkisútvarpsins kr: 562 milljónir við ríkissjóð hafi verið breytt í hlutafé.

Þá er haft eftir menntamálaráðherra í sömu blaðagrein að þetta þýði ekki útgjöld fyrir ríkissjóð.


Er málið svona einfalt? Nei! Það eru bara í ævintýrum sem hægt er að galdra.


Það sem gerist er: Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin ákveður að afskrifa skuld Ríkisútvarpsins. Skuldir við ríkissjóð eru ekki afskrifaðar nema þær séu raunverulega tapaðar. Venjan er sú að endurskoðunin fari yfir og samþykki slíkar afskriftir.


Í öðru lagi er um að ræða auka fjárveitingu til Ríkisútvarpsins úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin fer ekki með fjárveitingavaldið heldur alþingi í fjárlögum eða auka fjárlögum. Ríkisstjórnina skortir því lagaheimild til að ráðstafa fjármunum með þessum hætti.


Þótt Ríkisútvarpið sé hlutafélag í eigu ríkisins þá er það svoldið hjákátlegt að ríkið sé að afskrifa skuld hjá sjálfu sér einungis vegna rekstrarerfiðleika Rúv. Aðrar ríkisstofnanir verða að sitja uppi með sín rekstrartöp milli ára í þeirri von að þeim takist að spara í rekstri á næsta ári eða að fjárveitingavaldið hækki framlög til þeirra.


Þá er það einnig einkennilegt að á sama tíma sem verið er að ákveða ríkisútgjöld án lagaheimildar, þá stígur ráðherra menntamála fram og segir blákalt að þessi gjörningur þýði ekki útgjöld fyrir ríkissjóð.


Hvað finnst ykkur?



Jæja loksins kom það fram.

Jæja loksins kom það fram.


 

 

Í umræðum á vegum sjónvarpsins í kvöld (14.apríl), Þegar var verið að ræða um fjármál stjórnmálaflokka þá nefndi þingmaður Helgi Hjörvar eitt atriði sem því miður hefur ekki fengið þá athygli og þá umræðu sem vert er. Þetta atriði er afskriftir banka og peningastofnana ásamt nidurfellingar skulda í stofnunum hinns opinbera.


Þingmaðurinn læddi þessu inn í umræðuna, án þess að það vekti viðbrögð hjá stjórnendum sjónvarpsþáttarinns eða annara sem fundin sátu.

Þótt ég geti ekki bent á nein sérstök atriði sem styðja þá hugmynd að þarna sé pottur brotinn, þá er alveg hægt að ímynda sér að stundum hafi meiri liðlegheit verið höfð í frammi gagnvart sumum skuldurum en öðrum, ekki síst þegar þeir eru í sama stjórnmálaflokki og hinir sem hafa það með höndum að ákveða afskriftir skulda.

Eg er þeirra skoðunar að full ástæða sé til að skoða afskriftir banka og peningastofnana ásamt nidurfellingar skulda í stofnunum hinns opinbera, betur og nákvæmar en gert hefur verið.


Þegar vel er að gáð þá eru alls ekki margar ástæður sem réttlæta afskriftir skulda. Allavega er það ekki næg ástæða að skuldari sé bara í sama stjórnmálaflokki og sá aðili sem afskrifar. Þegar og ef slíkt kemur upp úr kafinu þá á að opinbera alla slíka fyrirgreiðslu.

Eins og mönnum er ljóst er bæði heimilt og gerlegt að bakfæra slíkar afskriftir sé ekki of langt um liðið frá því að fyrirgreiðslan átti sér stað.



Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng.




 

Jæja þá er ráðherran komin í gegnum síðasta haftið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Mikið er það dásamlegt.

Ég vil ekki heyra að menn séu að gagnrýna þessar framkvæmdir; enda sjá allir að þetta eru lífsnauðsynlegar framkvæmdir, þó hún hafi kostað einhverja ótalda milljarða króna.

Maður hefur meira að segja heyrt að verið sé að bera saman Sundabraut og Héðinsfjarðarveg. Þvílikt endemis bull. Hvernig dettur mönnum þetta í hug. Það sjá allir réttsynir menn að Héðinsfjarðarvegur er nauðsyn en Sundabraut er bara frekja í einhverjum þarna fyrir Sunnan.

Mér er sagt að það séu allt að tólf bílum sem daglega munu fara um Héðinsfjarðargöng. Þetta er áræðanlega tóm vitleysa. Ég er alveg sanfærður um að þeir eru miklu fleiri, áræðanlega upp undir sautján eða jafnvel átján bílar á dag.


Það hvarlar ekki að mér að vera með einhvert væl um það þótt einhverjir þarna fyrir Sunnan þurfi að bíða í umferðateppum í Ártúnsbrekku kvölds og morgna. Þeir geta bara farið fyrr á fætur og mín vegna meiga þeir koma seinna heim á kvöldin. Sundabrautin getur alveg beðið í tíu til tólf ár til viðbótar.

 

Helvítis frekja er í þessu liði alltaf hreint þarna fyrir Sunnan.





Geir og ábyrgðin.

 

Geir og ábyrgðin.


 

"Eg ber sem formaður flokksins á þeim tíma einn alla ábyrgð á þessu máli. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bera hér enga ábyrgð." Segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Hvað meina menn með því að þeir beri ábyrgð? Hverskona ábyrgð? Hvaða ábyrgð? Hvernig er orðið "ábyrgð" skilgreint?

Er það ekki ábyrgðarlaust að tala um og lýsa á sig ábyrgð án þess að meina nokkuð með því.

Ekki geri ég ráð fyrir að þessi fyrrverandi formaður verði hyddur á almannafæri eða settur í steinin eða látin borga úr eigin vasa fé það sem hann lýsir ábyrgð sinni á; eða hvað?

Ef til vill ætlar fyrrverandi formaðurinn sér að ganga í klaustur og eyða því sem eftir er ævinnar í bænum til almættisins um fyrirgefningu ásamt því að sýna iðrun og yfirbót á gjörðum sínum.

 

"Nei" Menn meina akkúrat ekkert með því þegar þeir lýsa sig ábyrga og þegar þeir eru ófærir um að sega hvað þeir meina, þá er oftast reynt að kljúfa hugtakið "ábyrgð" niður í þætti til að draga úr því allt bit.

Gjarnan er þá talað um "pólitiska ábyrgð"eða "siðferðilega ábyrgð", allt nema raunverulega ábyrgð.

 

Getur formaðurinn fyrrverandi með þessum orðum sínum um að hann einn beri alla ábyrgð, með þeim hætti fríað sjálfan sig og alla aðra sem komu að þeim gerningum sem um er að ræða og varða tugmilljóna styrki til þessa stjórnmálaflokks; eða hvað?

 

Nú eiga allir að vera sáttir og hamingjusamir vegna þess að stjórnmálaflokkurinn segist ætla að greiða til baka allt þetta fé sem styrin stendur um. Þetta hlýtur að vera óskaplega góður flokkur sem endurgreiðir til baka fé sem hann veitti viðtöku með ef til vill vafasömum hætti. Nú er flokkurinn hreinn og hvítþvegin og þessvegna hljóta allir landsmenn að treysta þessum flokki fyrir stjórn landsinns um alla framtíð.

 


Menn gera ekki svoleiðis.

Í Skólabókum frá Bretlandi frá því fyrir 100 árum er sagt frá mannfjölda í heiminum:

"Í öllum heiminum búa um það bil 460 milljónir manna." "Hinir eru innfæddir." ("The rest are natives.")

 

Höfundar töldu sig ekki fara með rangar upplýsingar, heldur var það einlæga skoðun þeirra að svona bæri að lita á heimsbyggðina.

Í aðalatriðum er átt við Breta, Frakka, Þjóðverja, íbúa Norður-Ameríku og kannske einhverja fleiri þjóðir á svipuðu stigi.

Þetta eru "menn". Afgangurinn eru jú bara "innfæddir" eða "Natives"eins og það heitir á þeirra tungumáli.

Þessir innfæddu eiga svo sem allt gott skilið og sumir þeirra kunna meira að sega nú orðið að lesa og skrifa. Margir þeirra eru ágætir verkmenn til einfaldra starfa, þó svo að þeim sé ekki ætlað að annast stjórnunarstörf eða vandameiri störf.

 

Mér var hugsað til þessa þegar ég heyrði talað um afsökunarbeiðni fyrrverandi forsætisráðherra í einhverjum klúbbi sjálfstæðismanna núna um daginn.

 

Eg er alveg sannfærður um að þessi fyrrverandi ráðherra hafði alls ekki ætlað sér að sýna hroka eða yfirlæti með því að bera aðeins framm afsökunarbeiðni á klubbfundi sjálfstæðismanna, en ekki á vettvangi alþjóðar. Það er jú ekki um annan vetvang að ræða.

Sjálfstæðismenn eru jú "menn" en hinir þ. e. Kommar, kratar og svoleiðis eru bara "innfæddir" og þessvegna ekki við hæfi að ávarpa þá sérstaklega. Menn gera ekki svoleiðis.


listasafn

 

List mót byggingarlist.

 

Eg fór á Listasafn Íslands á laugardaginn 29. mai 2008. Sýningin þar er nefnd "List mót byggingarlist". 

Ekki er tekin afstaða til verkanna á sýninguni, en hinnsvegar virtist ástæða til að líta aðeins betur á lýsingar á verkunum í sýningarskrá sem liggur frammi í safninu.

Fúslega skal viðurkennt að sumt  af því sem kemur hér á eftir er tekið úr samhengi,  og er það sumpart vegna þess að þeim sem þetta skrifar tókst ekki alltaf að grípa nauðsynlegt samhengi við lestur sýningarskrárinnar.

Fyrstu setningarnar í sýningarskránni er eftirfarandi:

 

"Sýningin er áminning um að djúpt í undirvitund í listamannsins leynist ósk um að vera húsameistari, að skapa rými í staðin fyrir að fylla einungis upp í það.

 Þetta getur stafað af löngun til að umvefja áhorfandann, gagntaka hann og færa hann rakleitt á vit hins stórbrotna óendanlegra ómælisvídda þar sem áhrif verksins verða ekki umflúin."

      

Hlaupið er yfir mestallt meginmál sýningarskrárinnar  og enn sem fyrr var  bloggara fyrirmunað  að skilja þorra þess sem í sýningarskrána er skrifað.

Í lok skrárinnar eru stuttlega tekin saman nokkur atriði um hvern hinna fimm listamanna sem eiga verk á sýningunni:

 

"MONICA BONVICINI gagnrynir kynbundna ásynd byggingaslitar,  gjarnan með því að ráðast gegn valdbundinni undirstöðu hennar og kassalaga formgerð."

 

"ELÍN HANSDÓTTIR umskapar umhverfið með því að forfæra skynjunina og skilur með því áhorfandan eftir gjörsamlega í lausu lofti."

 

"FINNBOGI  PÉTURSSON hefur fyrir löngu áunnið sér alþjóðlegan sess fyrir hljóðverk sín. Nú færir hann tilraunir sínar nær mörkum hins mögulega með því að láta okkur upplifa gagnsæjasta miðil sem upphafsneista  yfirþyrmandi kraftbirtingar."

 

"STEINA beinir áhorfandanum  að háöldu  sjónrænnar upplifunar þar sem tæknin umbreytir tíma og rúmi. Einfaldar aðferðir, þar sem vörpun mætir efni, leiða hana til upplýsandi niðurstöðu, sem skekur skilningarvitin og vegur að skynjun okkar."

 

"FRANS WEST  lýsti því eitt sinn yfir að í verkum sínum reyndi hann að sameina list og vísindi. Með samskiptalegri ögrun; miðlun og rannsóknum; dulúð og sannreynd gegnum athugun, hefur þessi margslungni  listamaður og hönnuður töfrum hlaðin áhrif á umhverfi sitt."

                  

Svo mörg voru þau orð og dæmi nú hver fyrir sig.

Að endingu  má benda á að lesa söguna um "Nýju klæðin keisarans" eftir H.C. Andersen.


Trékyllisvík

 

Jæja loks var ákveðið eitthvað af viti !!!!

 

Ákveðið hefur verið að gera tvöföld bílagöng frá Trekyllisvík, undir Húnaflóa og norður á Tröllaskaga, til þess að ferðamenn sem  fara þessa leið þurfi ekki að fara alla leið suður í Hrútafjörð til að komast norður á Tröllaskaga. Þetta mun stytta leiðina töluvert og hafa í för með sér umtalsverðan sparnað. Auk þess munu fást mjög mörg störf  við gerð gangnana. Þá mun þessi ráðstöfun auðvitað auka jafnvægi í byggðum landsins meðan verið er að vinna verkið.

Þá verður  stefnt að því að koma nokkrum ríkisstofnunum  fyrir í Trékyllisvík. Einkum er litið er til Seðlabankans og Þjóðleikhúss í því sambandi.

Að sjálfsögðu verður að fresta öðrum ónauðsynlegum vegaframkvæmdum um nokkra áratugi. Framkvæmdum eins og við Sundabraut , Reykjanesbraut og fleira. Famkvæmdum sem geta alveg beðið.

Þeir þarna fyrir Sunnan verða bara að skilja munin á  nausynlegum vegaframkvæmdum og  ótímabærum gæluverkefnum í Reykjavík enda er heimtufrekjan í þeim þarna fyrir Sunnan með ólíkindum.

Þeir verða bara að skilja að það er ekki hægt að gera alla hluti í einu, og að nauðsynlegar framkvæmdir hljóta að ganga fyrir. Ef þeir eru alltaf að röfla um einhverjar umferðateppur í einhverjum brekkum þá geta þeir bara farið gangandi, þeir eru ekkert of góðir til þess. Þeir eru  komnir með þessa Sundabraut sína algerlega á heilan.

Þetta lið  þarna í Reykjavík er líka alltaf að rifast um hvar og hvernig þessir vegir eiga að vera;  eilíft þras um gagnslausar framkvæmdir.

Ef fara á í framkvæmdir þarna fyrir Sunnan þá eru það auðvitað Vestmannaeyjagöngin sem eðlilega verður litið til.

Sundabrautin verður að sjálfsögðu að bíða þangað til að búið er að gera göng í Loðmundarfjörð og Mjóafjörð, enda uppgangstímar þarna fyrir Austan .

Þetta er að sjálfsögðu öllum augljóst sem hafa snefil af viti.

 


Gengisfall

 

Getur það verið ???????

Ekki verður annað sagt en að samningar við verkalýðshreyfinguna hafi gengið vonum framar.

Maður verður að trúa því að báðir aðilar hafi gengið til verksinns með heilindum og jákvæðu hugarfari.

Allir voru kampakátir og brostu út undir eyru þegar samningar voru í höfn. Ríkisvaldið lýsti gleði sinni og ánæju. Allir sýndu mikla ábyrgð sanngirni og tóku tillit til ríkjandi aðstæðna í þjóðfélaginu

Þetta voru sko alls ekki neinir verðbólgusamningar; langt því frá. Þess vegna þurfti ekki að beita gömlu aðferðunum með sérstökum aðgerðum í efnahags- og fjármálum eins og gengisfellingu til að "lækka launin"í landinu og styrkja atvinnu- og framleiðslfyrirtækin með sama hætti og gert var í gamla daga

Nei ó nei og sussu nei !!!!!! Aldeilis ekki.

En samt er þetta svolítið skrýtið allt saman með röð atburða; -eða hvað-. "Is there something rotten in the state of Denmark ????".

Allt fram að þeim tíma að kjarasamningarnir voru undirritaðir hafði gengi íslensku krónunar verið nokkuð hátt og stöðugt um skeið. Eftirspurn eftir íslenskri krónu var í góðu jafnvægi  við framboð á erlendum gjaldeyri. Þetta var allt í lukkunar velstandi.

Svo  var samið; kaffi og kleinur; allir brosandi.

En það var eins og við mannin mælt að allt í einu kom upp ný staða  í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.

Allt í einu þurftu allir að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir íslenskan, og án þess að það hafi beinlínis komið beint fram að það hafi ekki bara verið innflytjendur sem áttu hlut að máli, heldur hafi bankarnir sjálfir rokið til og þurft að styrkja stöðu sína verulega með kaupum á Evrum, Pundum, Dollurum og fleiru. Þar með var komin slagsíða á gjaldeyrismálin; ofgnótt af íslenskum krómum og skortur á erlendum gjaldeyri.

Við svona aðstæður fellur verð á íslenskri krónu en hækkun verður á erlendum gjaleyri.

Á mæltu máli heitir þetta gengisfall íslensku krónunar. Var þetta allt saman hrein tilviljun eða  var togað í einhverja dulda strengi sem styrðu þessari atburðarás

- Getur það verið.-

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband