Álftanes

Sveitarfélagið Álftanes

 

 

Hvernig í ósköpunum stendur á því að hreppsnefnd, eða aðilar í hreppsnefnd komast upp með að skuldsetja hreppin langt, langt yfir mörk þess sem hreppurinn getur mögulega staðið undir.

Hvers vegna eru þessir menn ekki sakfelldir, dæmdir og settir á Litla Hraun.

Hversvegna hefur ráðuneyti sveitarstjórna ekki tekið fyrr á málum sveitarfélagsinns.


Hugsið ykkur svo ruglið!!!!

Hugmyndir sveitarfélagsinns eru þær að ríkið kaupi hlutabréf þess í Fasteign hf á fjórföldu verði. Gengishagnaður sveitarfélagsins verði síðan notaður til að kaupa til baka íþróttarmannvirkin í sveitarfélaginu sem Fasteign hf á. Afgangurinn verði notaður til að létta á skuldum.

Óskiljanlegt er hvað ríkið ætti að gera við að eiga hlut í þesu félagi, sem hefur átt lengi í verulegum greiðsluvandræðum.

Auðvitað er æðislega gaman eð fá flotta sundlaug með öllum græjum og stórt íþróttahús, en það er engin skylda; sérstaklega ef sveitarfélagið getur með eingu móti ráðið við það.


Nauðsynlæegt er að ráðuneyti sveitastjórna taki á málum sveitarfélaga strax og stefnir í veruleg vandræði hjá þeim og stöðvi alla vitleysu áður en málin eru orðin óviðráðanleg.


Svo einkennilegt sem það er, þá virðist eins og að sveitarfélög geri það með ásetningi að eyða og fjárfesta umfram getu og treysta þannig á ríkissjóð og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að koma til bjargar.

Ef til vill er hugsunin sú að ef eitt sveitarfélag fær aðstoð þá eigi önnur líka rétt á hinu sama.

Hugsið ykkur hvernig ástandið yrði ef öll sveitarfélög hugsuðu svona. Þá yrðu öll sveitarfélög landsins komin í óviðráðanlegan fjárhagsvanda.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Einarsson
Kristján Einarsson
Í upphafi var orðið...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 514

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband