16.4.2010 | 00:44
Áminning ráðherra
Tilefni til áminningar
Heilbrigðisráðherra mun hafa upplýst á Alþingi varðandi fyrirspurn um Sjúkratryggingar Íslands að trúnaði hafi aftur verið komið á í samskiptum Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðujneytis og því sé ekki lengur tilefni til að veita forstjóra áminningu.
Af þessu má skilja að þar sem trúnaður sé aftur komin á, þá sé þessi margumræddi trúnaðarbrestur, gleymdur og endanlega afmáður úr trúnaðarbrestabók ráðuneytisins.
Þannig er áminningin sem aldrei var gefin, ekki lengur fyrir hendi.
Mikið er þetta dásamlegt. Heilbrigðisráðherra sýnir hér "Salomons-dóm" í þessari mildu og fyrirgefandi astöðu sinni. Héðan í frá er ráðherran í nýju ljósi, hlýr og mildur ráðherra sem breiðir vængi góðvildar yfir undirsáta sína, og framar þurfa þeir ekkert að óttast.
Hvert var svo tilefnið?
Jú; forstjóri leitaði álits ríkisendurskoðunar um framkvæmt reglugerðar án þess að spyrja ráðherran fyrst hvort hann mætti leita álitsins.
Hvað átti forstjórinn að gera ef honum fannst reglugerðin óljós eða ófullnæjandi að einhverju leyti?
Átti hann að henda reglugerðinni aftur í ráðuneytið og óska eftir að hún verði gerð gleggri svo hægt væri að vinna eftir henni. Hefði ekki slík aðgerð af hálfu forstjórans reitt ráðherran til reiði og kostað forstjóran áminningu.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.