2.10.2010 | 17:04
Harpa
Harpa
Nú er búið að útskyra fyrir mér svo ótrúlega margt varðandi fólk á Íslandi, einkanlega í sambandi við tónlistarviðburði.
Slíkir viðburðir eru fyrir fólk; nánar tiltekið menntað fólk, erlenda sendiherra og svoleiðis.
Þetta fólk á að hlusta á Beethoven, Mahler, Shostakovich og aðra slíka. Þetta er náttúrulega alveg dásamlegt. Útlendingar geta nú séð hvað fólk á Íslandi stendur á háu plani hvað snýr að tónlistarflutningi.
En nú er meiningin að stíga niður úr sölum hámenningar og flytja einnig tónlist fyrir "svokallaðan" almenning.
Flytjandi þessara tíðinda þekkir að vísu ekki þennan "svokallaða" almenning en hafði einhverntíma heyrt minnst á hann.
Eg ímynda mér að vegna þess að menn þekktu lítið til þessa fyrirbæris (þ.e. svokallaðan almenning), þá væri úr vöndu að ráða að velja tónlist við hæfi.
Þessvegna vil ég þar sem ég tilheyri þessum svokallaða almenningi, hér og nú leggja mitt á vogaskálarnar til að velja tónlist við hæfi:
1 Bjössi á mjólkurbílnum
2 Undir bláhimni
3 Gamli Nói
Sem aukalag má velja til dæmis "Óli Skans" og útskyra síðan að nú sé tímabært að klappa.
Þetta er áræðanlega nóg vegna þess að þegar þessum flutningi lýkur þá verður þessi svokallaði almenningur farin að ókyrrast allverulega og á þá ósk heitasta að hlaupa út á "Bæjarinns bestu" og fá sér "eina með öllu".
Velkomin í Hörpu.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.