16.5.2009 | 23:56
ríkisstjórnarfundir
Ríkisstjórnarfundir.
Þetta var náttúrlega algjört æði að hafa ríkisstórnarfund á Akureyri.
Það vantaði einungis í umræðuna; hvers vegna.
Hvernig væri að halda ríkisstjórafundi til skiptis í Trekyllisvík og Borgarfirði Eystri og til að tryggja öryggi ráðherrana þá fari þriðji hluti á reiðhjóli og þriðji hluti ríðandi og þriðji hluti gangandi.
Það yrði auðvitað mikil lyftistöng fyrir þessi byggðalög að hafa þessa fundi, og myndi staðfesta gildi þeirra sem áríðandi landsvæði á Íslandi.
Að auki mætti auka mikilvægi þessara byggðalaga með því að flytja þangað ýmsa starfssemi sem núna er í Reykjavík.
Hvað með til dæmis að flytja Reykjavíkurflugvöll í Trekyllisvík og Landsspítalan á Borgarfjörð Eystri.
Að auki má skylda ráðherrana til að eiga lögheimili þar sem ríkisstjórnarfundirnir er haldnir.
Svo eru það fastanefndir þingsins.
Mér finnst til dæmis alveg sjálfsagt að utanríkisnefnd haldi sína fundi í Vík í Mýrdal og alsherjarnefnd sína á Dalatanga.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.