7.2.2010 | 14:41
Fordæmisáhrif
Fordæmisáhrif.
Er það hugsanlegt að megin ástæða fyrir því að Bretar og Hollendingar eru svona harðir í Icesave-málinu, sé sú að þeir óttast verulega það fordæmi sem myndi skapast við linkind og eftirgjöf gagnvart Íslandi.
Ekki bara það, heldur yrðu óbein áhrif hjá öðrum á þann hátt að ýmsir aðilar sem eru skuldugir við fjárfestingasjóði og banka, myndu gera í vaxandi mæli kröfur um eftirgjöf á sínum skuldum gagnvart lánadrottnum.
Nefna má að til dæmis að Eystrasaltsríkin eru stórskuldug við banka og sjóði í Þýskalandi, Svíþjóð og fleiri löndum.
Það er einkenni þessara voldugu banka og fjárfestingasjóða að staða þeirra er mjög sterk. Þeir eru áhrifamiklir og beita þrystingi ef þeir telja hagsmunum sínum ógnað.
Þeir beita sínum miklu áhrifum markvisst en samt eru þeir nánast ósynilegir út á við og eru ófúsir að koma fram í fjölmiðlum.
Í samræmi við þetta má nefna til dæmis "Investor AB", sem er mjög sterkur sænskur fjárfestingasjóður sem starfar undir regnhlíf Wallenberg fjölskyldunar, og tengist "Skandivaviska Enskilda Banken AB"(ESB). Hann hefur lánað mikið fé til Baltnesku landanna, og ef Ísland fær eftirgjöf á Icesave skuldum þá er meiri hætta á að gefa verði eftir gagnvart öðrum. Enginn slyldi vanmeta áhrif þessara stóru og valdamiklu auðjöfra. Samt verður fólk hvorki vart við þá í fjölmiðlum né annarstaðar.
Eikennisorð Wallenberg-fjölskyldunar í viðskiptum er: "Esse non videri" eða " erum, en sjáumst ekki".
Þess vegna er líklega lagt hart að Bretum og Hollendingum bak við tjöldin að sýna fulla hörku í Icesave-málinu, til að koma í veg fyrir að skapist fordæmi fyrir eftirgjöf annarsstaðar.
Ef til vill eru þarna líka skýringar á hvers vegna Norðurlandaþjóðir halda að sér höndum í sambandi við lánafyrirgreiðslu til Íslands.
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.