Færsluflokkur: Bloggar
22.4.2010 | 00:29
Þrír miljarðar
Þrír miljarðar
Eg skil þetta ekki!!!!!!!!
Ef þrír milljarðar týnast, er þá ekki ástæða til að fela endurskoðanda hlutafélagsins kanna strax hvernig á þessu standi.
Komi í ljós að upphæðin hafi horfið af bankareikningi hlutafélagsins án nokkurra skýringa, þá er rétt að kæra gjaldkera hlutafélagsins til rannsóknarlögreglu fyrir þjófnað eins og skot.
Það er algerlega óskiljanlegt að framkvæmdastjóri hlutafélagsins beri fyrir sig aðgerðarleysi, á þeirri forsendu að ekki sé vitað hvert milljarðarnir þrír fóru. Það hlýtur að vera vítavert, að framkvæmdastjórinn skyldi ekki strax grípa til nauðsynlegra aðgerða.
Þá er ennþá furðulegra hvernig þessir milljarðar eftir dúk og disk, dúkkuðu allt í eina upp aftur á bankareikning hlutafélagsins.
Það hefði verið hægur vandi að kanna í viðskiptabankanum hverjir greiddu peningana aftur ínn á reikning hlutafélagsins.
Þetta er ótrúlegt, óskiljanlegt og óásættanlegt að framkvæmdarstjórin slyldi fara fram með þeim hætti að hirða 130 milljónir og láta sig hverfa að því loknu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 17:21
Ábyrgðaöxlun
Að axla ábyrgð
Ég er viss um að kettir þvo sér miklu betur en stjórnamálamenn þessa dagana.
Gegnumgangandi virðist að nokkrir sjórnmálamenn taka á sig að "axla ábyrgð". Þeir koma fram í fjölmiðlum og tilkynna með miklum alvörusvip að þeir séu að axla ábyrgð.
Hverskonar ábyrgðaröxlun er þetta eginlega?
Hvaða ábyrgð axla þeir og hvað meina þeir með þessu. Hvað fellst í þessum staðhæfingum þeirra að þeir séu að axla ábyrgð?
Er það að axla ábyrgð að taka sér frí í nokkra daga frá Alþingi; eða fellst þessi öxlun í því að taka sér frí í nokkra daga frá formennsku eða varaformennsku í einhverjum klúbbi stjórnmálamanna, hvort sem þessir stjórnmálamannaklúbbar heita Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking.
Hvernig getur það heitið að "axla ábyrgð".
Eg fæ ómögulega skilið í hverju þessi ábyrgðataka felst og ég get ekki séð að þessi öxlun ofgeri heilsu þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 00:44
Áminning ráðherra
Tilefni til áminningar
Heilbrigðisráðherra mun hafa upplýst á Alþingi varðandi fyrirspurn um Sjúkratryggingar Íslands að trúnaði hafi aftur verið komið á í samskiptum Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðujneytis og því sé ekki lengur tilefni til að veita forstjóra áminningu.
Af þessu má skilja að þar sem trúnaður sé aftur komin á, þá sé þessi margumræddi trúnaðarbrestur, gleymdur og endanlega afmáður úr trúnaðarbrestabók ráðuneytisins.
Þannig er áminningin sem aldrei var gefin, ekki lengur fyrir hendi.
Mikið er þetta dásamlegt. Heilbrigðisráðherra sýnir hér "Salomons-dóm" í þessari mildu og fyrirgefandi astöðu sinni. Héðan í frá er ráðherran í nýju ljósi, hlýr og mildur ráðherra sem breiðir vængi góðvildar yfir undirsáta sína, og framar þurfa þeir ekkert að óttast.
Hvert var svo tilefnið?
Jú; forstjóri leitaði álits ríkisendurskoðunar um framkvæmt reglugerðar án þess að spyrja ráðherran fyrst hvort hann mætti leita álitsins.
Hvað átti forstjórinn að gera ef honum fannst reglugerðin óljós eða ófullnæjandi að einhverju leyti?
Átti hann að henda reglugerðinni aftur í ráðuneytið og óska eftir að hún verði gerð gleggri svo hægt væri að vinna eftir henni. Hefði ekki slík aðgerð af hálfu forstjórans reitt ráðherran til reiði og kostað forstjóran áminningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 15:32
Álftanes
Sveitarfélagið Álftanes
Hvernig í ósköpunum stendur á því að hreppsnefnd, eða aðilar í hreppsnefnd komast upp með að skuldsetja hreppin langt, langt yfir mörk þess sem hreppurinn getur mögulega staðið undir.
Hvers vegna eru þessir menn ekki sakfelldir, dæmdir og settir á Litla Hraun.
Hversvegna hefur ráðuneyti sveitarstjórna ekki tekið fyrr á málum sveitarfélagsinns.
Hugsið ykkur svo ruglið!!!!
Hugmyndir sveitarfélagsinns eru þær að ríkið kaupi hlutabréf þess í Fasteign hf á fjórföldu verði. Gengishagnaður sveitarfélagsins verði síðan notaður til að kaupa til baka íþróttarmannvirkin í sveitarfélaginu sem Fasteign hf á. Afgangurinn verði notaður til að létta á skuldum.
Óskiljanlegt er hvað ríkið ætti að gera við að eiga hlut í þesu félagi, sem hefur átt lengi í verulegum greiðsluvandræðum.
Auðvitað er æðislega gaman eð fá flotta sundlaug með öllum græjum og stórt íþróttahús, en það er engin skylda; sérstaklega ef sveitarfélagið getur með eingu móti ráðið við það.
Nauðsynlæegt er að ráðuneyti sveitastjórna taki á málum sveitarfélaga strax og stefnir í veruleg vandræði hjá þeim og stöðvi alla vitleysu áður en málin eru orðin óviðráðanleg.
Svo einkennilegt sem það er, þá virðist eins og að sveitarfélög geri það með ásetningi að eyða og fjárfesta umfram getu og treysta þannig á ríkissjóð og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga að koma til bjargar.
Ef til vill er hugsunin sú að ef eitt sveitarfélag fær aðstoð þá eigi önnur líka rétt á hinu sama.
Hugsið ykkur hvernig ástandið yrði ef öll sveitarfélög hugsuðu svona. Þá yrðu öll sveitarfélög landsins komin í óviðráðanlegan fjárhagsvanda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 14:41
Fordæmisáhrif
Fordæmisáhrif.
Er það hugsanlegt að megin ástæða fyrir því að Bretar og Hollendingar eru svona harðir í Icesave-málinu, sé sú að þeir óttast verulega það fordæmi sem myndi skapast við linkind og eftirgjöf gagnvart Íslandi.
Ekki bara það, heldur yrðu óbein áhrif hjá öðrum á þann hátt að ýmsir aðilar sem eru skuldugir við fjárfestingasjóði og banka, myndu gera í vaxandi mæli kröfur um eftirgjöf á sínum skuldum gagnvart lánadrottnum.
Nefna má að til dæmis að Eystrasaltsríkin eru stórskuldug við banka og sjóði í Þýskalandi, Svíþjóð og fleiri löndum.
Það er einkenni þessara voldugu banka og fjárfestingasjóða að staða þeirra er mjög sterk. Þeir eru áhrifamiklir og beita þrystingi ef þeir telja hagsmunum sínum ógnað.
Þeir beita sínum miklu áhrifum markvisst en samt eru þeir nánast ósynilegir út á við og eru ófúsir að koma fram í fjölmiðlum.
Í samræmi við þetta má nefna til dæmis "Investor AB", sem er mjög sterkur sænskur fjárfestingasjóður sem starfar undir regnhlíf Wallenberg fjölskyldunar, og tengist "Skandivaviska Enskilda Banken AB"(ESB). Hann hefur lánað mikið fé til Baltnesku landanna, og ef Ísland fær eftirgjöf á Icesave skuldum þá er meiri hætta á að gefa verði eftir gagnvart öðrum. Enginn slyldi vanmeta áhrif þessara stóru og valdamiklu auðjöfra. Samt verður fólk hvorki vart við þá í fjölmiðlum né annarstaðar.
Eikennisorð Wallenberg-fjölskyldunar í viðskiptum er: "Esse non videri" eða " erum, en sjáumst ekki".
Þess vegna er líklega lagt hart að Bretum og Hollendingum bak við tjöldin að sýna fulla hörku í Icesave-málinu, til að koma í veg fyrir að skapist fordæmi fyrir eftirgjöf annarsstaðar.
Ef til vill eru þarna líka skýringar á hvers vegna Norðurlandaþjóðir halda að sér höndum í sambandi við lánafyrirgreiðslu til Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2010 | 13:08
Heiðarleiki
Spurningar og svör
Sp: Þú greiddir sjálfum þér arð úr félagi sem var á hausnum, var það ekki?
Svar: Endurskoðandin minn sagði að þetta væri í lagi. Hann er látin og ég ætla ekki að fara og sverta nafn látinna manna.
Sp: Þú lést flýtja á þinn einkareikning 100 milljónir án nokkurra skýringa og án fylgiskjala var það ekki.
Svar: Bókarinn minn sem nú er hættur störfum hefur líklega gert þetta. Þetta er heiðursmaður og ég ætla ekki að fara að sverta nafn heiðursmanna sem hvort sem er hættur störfum.
Sp: Þú hefur þverbrotið lög og reglur með þessu framferði, er það ekki?
Svar: Lögfræðingurinn minn, sem er sannur heiðursmaður og vel að sér í sinni grein sagði að þetta mætti alveg og ég ætla ekki að sverta nafn sannra heiðursmanna.
Sp: Þú telur þá að þú hafir ekki gert neitt rangt.
Svar: Nei langt því frá, og ég vil fá að bæta því við að mér finns ámælisvert að reyna að draga mann niður í svaði með alls konar rógburði og vitleysu. Alsaklausir þingmenn og aðrir eiga rétt á að misvitrir fréttamenn séu ekki að ofsækja þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 11:41
Lausn málsins !!!
Hring eftir hring eftir hring
Sjálfstæðisframsóknarflokkurinn:
"Núna verðum við að taka saman höndum, snúa bökum saman koma fram sem einn maður, horfa fram á við, hætta öllum erjum, vinna saman að nýjum samningi við Breta og Hollendinga, sýna þeim að öll þjóðin standi saman, gera nýjan samning sem verður okkur hagstæðari, ekki borga neitt sem við ekki eigum að borga, sýna þeim í tvo heimana, fá Angola, Líbyu og fleiri vinaþjóðir til að sýna Bretum og Hollendingum í tvo heimana."
Stjórnarbandalagið: "En ef þeir vilja ekki tala við okkur?"
Sjálfstæðisframsóknarflokkurinn: "þá eeehh; eg meina; ha; pú; þarna sko; Það er skýlda okkar skilurðu sko; eins og ég hef áður sagt aððððððð, aððððððð, eg meina; þá ættum við allir sem einn aððððð; Sko!!! Núna verðum við að taka höndum saman". Og svo framvegis, og svo framvegis, og svo framvegis...............
Stjórnarbandalagið: "já en ef þeir vilja ekki........."
Sjáfstæðisframsóknarflokkurinn: "Þá eeehh............................."
Hvað er hægt að baka sömu lummuna oft????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 17:29
Verðbólga
Innlánsvextir, fjármagnstekjuskattur og verðbólga
Það er ýmislegt núna sem minnir á gamla daga.
Muna ekki allir þegar Útvegsbankinn var að aulýsa í sjónvarpi: " Svo fæ ég vexti og vaxtavexti, og vexti líka af þeim."
Menn kepptust við að leggja inn spariféð sitt til að fá alla þessa vexti. Hinnsvegar var verðbólgan yfirleitt miklu hærri. Þannig að allt þetta fólk sem átti sparifé, það tapaði og tapaði og tapaði!
Bankarnir héldu áfram að auglýsa alla þessa dásamlegu vexti án nokkurrar samvisku, og engin útskyrði fyri sparifjáreigendum að þeir væru að tapa með sparnaði sínum.
En nú er ný öld og nyir tímar og bankar leggjast varla svo lágt að blekkja fólk með heilsíðu auglysingum í dagblöðum; eða hvað!
Árið 2009 var verðbólgan 7,5%, sem þýðir að kr. 1.000.000 í ársbyrjun 2009 er að verðmæti til um síðustu áramót kr. 925.000.
Hæstu vextir af óbundnu sparifé hjá L Í. núna 6,3% og þegar við drögum frá fjármagnstekuskattin þá samsvarar það því að vextir eru 5,36%.
Þetta þýðir að beint tap hjá sparifjáreigendum er 2,14% af innistæðum þeirra. Sem sagt bæði ríkið og bankarnir eru að arðræna sparifjáreigendur. Er ekki meira vit í að nota peningana í eitthvað annað en að láta ríkissjóð og bankana brenna spariféð upp í ljósum logum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 11:19
Gamla góða
Þetta er nú ljóta vitleysan.
Nú er af hálfu Framsóknar og Íhaldas haldið uppi ótrúlega miklum áróðri í þá átt að ekki skuli hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur skuli alþingi í staðin fella úr gildi nýju lögin um Icesave.
Af kverju skyldi það nú vera????
Getur verið að ástæðan sé sú að í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslu kunni núverandi stjórnvöld segja af sér og að þá yrðu Íhaldið og Framsókn sjálf að framkvæma þá hluti sem þeir hafa skammast útaf allt árið 2009.
Þannig muni það opinberast fyrir almenningi að öll þessi gagnryni og hamagangur á Alþingi undanfarið hafi bara verið í nösunum á þeim í þeim tilgangi einum að ná til sín aftur stjórnartaumunum.
Núverandi stjórn skuli einhvernvegin klára Ícesave málið og helst Evropumálið líka.
Að því loknu þætti Framsókn og Íhaldinu gott að sparka þeim út í hafsauga eins og slitinni tusku og taka aftur við sjórnartaumum. Allt gamla kerfið ásamt helmingskiptareglunni verði þá aftur sett í öndvegi.
Því er nauðsynlegt að halda þessa Þjóðaratkvæðagreiðslu og að núverandi stjórnvöld standi eða falli í samræmi við niðurstöðuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 16:01
Indefence
Indefence - hópurinn
Indefence-hópurinn er mjög duglegur að koma sér á framfæri við fjölmiðla. Það verður ekki af honum skafið.
Þeir hafa komið af stað skoðanakönnun um Ícesave málið; forsvarsmenn hópsins kalla þetta reyndar "kosningar".
Þessi skoðanakönnun er algerlega á þeirra forsendum og á þeirra ábyrgð og framkvæmd af þeim sjálfum. Það er ekki nokkur leið að vita hvort hún sýnir þá skoðun sem henni er ætlað að sýna; en það er látið í veðri vaka að nálægt 60% þjóðarinnar sé andvíg nýjum lögum um Ícesave samningin.
Þetta er í raun bara staðhæfing sem engin er í stöðu til að sannreyna.
Reyndar sega forsvarsmenn hópsins að ef menn endilaga vilja þá geti þeir kannað hvort þeir séu meðal þeirra sem taldir eru andvigir staðfestingu á Ícesave lögunum. Þeir hafi jafnvel að egin frumhvæði kannað hvort nöfn ráðherra ríkisstjórnarinnar séu á listanum.
Þetta er að sjálfsögðu alveg út í hött að fólk almennt fari að gá að því hvort þeir séu á lista hjá einhverjum hagsmunahópi eða ekki.
Hver sem er getur búið til nafnalista um hvað sem þeim sýnist án þess að fólk þuri að kanna sérstalega hvort nöfn þeirra séu á slíkum listum.
Það væri gaman að vita hvejir standa á bak við þennan "Indefence-hóp" og hvernig hann er fjármagnaður.
Það skyldu þó ekki vera einhver stjórnmálaöfl?
Ef til vill Framsókn eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínar síður
Þetta er mín leíð út á netið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar